Réttur - 01.02.1926, Síða 123
Rjettur] FR& RUSSLANDI 125
1923-24 °/o af öllu 1924-25 % af öllu
milj. rbl. viðsk.magni milj. rbl. viðsk.magni
Innfl. 14.2 3.2 11.5 1.8
Útfl. 12.1 2.3 23.4 6.7
Öðruvísi víkur við með verslunina við Austurlönd. Þar
reynir S. S. S. R. að auka áhuga innfæddra kaupmanna
í Kína, Perísu, Afghanistan og Mongolíu fyrir versluninni
og hefur á ýmsum sviðum gefið þeim frjálsar hendur til
inn- og útflutnings.
Afskifti einstakra auðmanna af versluninni eru því
nauðalítil, aðallega við Austurlönd, en þar liggur sjerstök
ástæða til grundvallar, nefnilega sameining allra austrænna
þjóða gegn drottinvaldsstefnu (imperialisma) vestrænu
þjóðanna. Samtals eru 90"/o af öllu viðskiftamagni S. S.
S. R. í höndum ríkisins, þó viðskiftin við Asíu sjeu talin
með. Getur þá hver maður sjeð, á hve miklum rökum
eru bygðar sögur þær, sem sagðar eru hjer um þetta efni.
5. Skifting S. S. S. R. í framleiðslusvæði.
Aðalþátturinn í framleiðslukerfi S. S. S. R. er stjórn
framleiðslunnar eftir þörfum hinna mismunandi greina.
Stjórnendur sambandslýðveldanna leggja alla áherslu á
að reka framleiðsluna eftir föstu vísindalegu kerfi, sem
reiknað er út fyrirfram þannig, að engri orku sje eytt
út í bláinn. Að einu leyti standa þeir betur að vígi, en
nokkur stjórn í víðri veröld: Peir hafa í þjónustu sinni
allra nýjustu verklegar uppfindingar, einkum raforkutæki
allskonar. Til þess, að hafa betri hemil á framleiðslunni,
hafa þeir skift S. S. S. R. í framleiðslusvæði (rajonny),
sem mynda eitt allsherjar framleiðslukerfi, er byggist á
mismunandi náttúruaðstæðum og framförum samgöngu-
tækjanna. Menn verða að muna, að S. S. S. R. er lk
hluti allrar jarðarinnar og spennir yfir lönd með gersam-
lega ólíku loftslagi. Pað hlýtur að vera mikill munur á
loftslagi og náttúrugæðum ríkjasambands, sem nær sunn-