Réttur - 01.02.1926, Page 125
PRÁ. RUSSLANDI
Í27
Rjettur]
aður (árlega flutt út 16000 kg. smjör og álíka mikið kjöt).
Samgöngutæki eru sæmileg, bæði járnbrautir (Sverdlovsk-
— Perm — Leningrad, Sverdlovsk — Kasan —Moskva full-
gerð 1922) og Tscheljabinsk —Samara —Moskva-brautirn-
ar) og skurðir (Kama-skurðirnir). Norður-Kavkas svæðið
var afmarkað 1924 og er landbúnaðarsvæði aðallega. Pað
nær meðal annars yfir svörtu-moldar-steppurnar, en það-
an voru fyrir stríð flutt út 3,5 miljón tonna af hveiti.
Tóbaksframleiðsla (tyrkneskt tóbak) er þar mikil og vín-
rækt (mjög dýr og Ijúffeng vín). Kvikfjárrækt hefur vikið
fyrir akuryrkju, sem þykir nauðsynlegri. Aðeins 7 svæði
af áætluðum 21 eru ekki afmörkuð ennþá.
Pessi svæðaskifting er einhver hin stórkostlegasta fram-
leiðsluaðferð, sem framkvæmd hefur verið. Sýnir hún
best allra hluta vinnubrögð valdhafanna í Rússlandi. Er
hún að miklu leyti verk hins nýlátna Felix Dschersinskis.
Júlí — ágúst 1926.
Hendrik J. S. Ottósson.
II. Samvinnuhreyfingin í Rússlandi.
Heimsókn hjá sambandi rússneskra samvinnufjelaga
(Centrosojus).
[í skýrslu þeirri, er sendinefnd dönsku verklýðsfjelaganna til að
rannsaka ástandið í Rússlandi gaf, er þessi frásögn um samvinnustefn-
una rússnesku. Birtist hún hjer islenskum Iesendum, svo þeir geti
dæmt um hana sjálfir. Sendinefndin dvaldi í Rússlandi nóvember-
mánuð 1925 og voru allir nefndarmenn sammála um skýrsluna, en
ritstjóri hennar var A. Adamsen.]
í Moskwu er miðstjórn rússnesku samvinnufjelaganna
»Centrosojus«. Sendinefndin heimsótti skrifstofu hennar
og átti skemtilegar samræður við æðsta mann þeirra og
Ijet hann þann fróðleik í tje, er brátt skal greina.
Forsetinn Chintschuk og ýmsir stjórnarmeðlimir og
deildarstjórar í Centrosojus veittu nefndinni móttöku, í