Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 128
130
FRA RUSSLANDI
jRjettur
bænda- og verklýðsstjórnar vorrar á hreyýingunni. Ráð-
stjórnin álítur samvinnuhreyfinguna mikilvægasta ráðið
til að framkvæma jafnaðarstefnuna og við fáum því ýmis-
konar aðstoð, hlunnindi og hjálp frá stjórn vorri og hin-
um ráðandi stjórnmálaflokki.
Nokkrar tölur geta sýnt hvernig hlutverk kaupfjelag-
anna í landi voru vex. Á reikningsárinu 1923—24 höfðu
samvinnufjelögin aðeins haft ca. 15°/o smáverslunarinnar
innanlands með höndum. Á árinu 1924 — 25 höfðu þau
30% af neyslu þjóðarinnar að fullnægja. Hvað sumar
nauðsynjavörur snerti, var tala þessi ennþá hærri, t. d.
með vefnaðarvörur 60%, með salt og sykur 80%. Við
vonumst eftir að geta fullnægt neysluþörf íbúanna ennþá
betur á komandi tímum, á næsta ári með ca. 40% af
öllum vörum.
Hvað höfuðstól kaupfjelaganna sjálfra snertir, skal þess
getið að höfuðstóll þeirra nam alls 139 miljónum rúbla
1. okt. 1924. 1. okt. 1925 var hann 191 miljón. Þessi
vöxtur um 52 miljónir rúbla á rót sína að rekja til hins
hraða viðgangs meðlimafjöldans og hlutanna. Hlutur er
nú sem stendur 5 rúblur og víða, þar sem þessar 5
rúblur hafa verið greiddar að fullu, hafa hlutirnir verið
hækkaðir upp í 10 rúblur. Mestum hluta ágóðans er bætt
við höfuðstólinn, aðeins lítill hluti hans er greiddur sem
uppbót, því fjelög vor verða fyrst og fremst að hugsa
um að auka höfuðstól sinn, þegar veltan vex svo stór-
kostlega. Pó njóta meðlimir samvinnufjelaganna ýmsra
annara hlunninda og fá t. d. þegar við vörukaupin 3 til
5% afslátt í samanburði við þá, sem ekki eru meðlimir.
Auk þess, sem við höfum afrekað á verslunarsviðinu,
skal í stuttu máli minst á starf okkar á sviði fræðsl-
unnar.
Við höfum heilmargar samvinnukenslustofnanir, mörg
samvinnunámskeið og sjerstaka samvinnuskóla, ýms stór
kaupfjelög hafa og komið upp mathúsum og hressingahæl-
um. Barnaheimilum og barnahælum, bókasöfnum og