Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 129
Rjetturj
FRÁ RUSSLANDI
131
lestrarstofum er og haldið uppi af kaupfjelögum þorp-
anna. Sjerstaka umhyggju bera fjelögin fyrir að styrkja
og hjálpa konum og börnum. í þessu sambandi skal og
minst á það, að við viljum láta konurnar taka verulegan
þátt í samvinnustarfinu og tala þeirra kvenna, er það
gera, vex árlega.
Að lokum bauð Chintschuk sendinefndinni að heim-
sækja samvinnufyrirtækin og skoða þau, meðan þau
störfuðu á daginn, og ráðlagði þeim einkum að koma í
fyrirtæki sambandsins sjálfs og geymsluhús þess, og
samband kaupfjelaganna í Moskwu (M. P. O.)
Pjóðnýtingin. Danska sendinefndin spurði nú um sam-
bandið milli hins þjóðnýtta ríkisiðnaðar og samvinnu-
framleiðslunnar. Pví svaraði Chintschuk svo: Pað er ekki
rjett, að öll framleiðslan sje þjóðnýtt hjá okkur. Aðeins
stóriðnaðurinn er þjóðnýttur, en þó var hann eigi þjóð-
nýttur á samvinnu vísu. Samvinnufjelögin hafa enga
hlutdeild i þungavöruiðnaðinum. Aftur á móti eru
þau látin ein um það hlutverk að koma skipulagi á
meðal smærri framleiðendanna. Hjá okkur koma og land-
búnaðarsamvinnufjelögin skipulagi á smjörframleiðsluna.
Pau reka mikil mjólkurbú og hafa miðsamband, »Masts-
centrum«. Mjólkurbúfjelögin taka skjótum framförum og
nú er þegar 3A af smjörframleiðslunni og útflutningnum
kominn í hendur mjólkurfjelaganna. Ríkið hefur að vísu
líka smásölu á hendi, en aðeins meðan samvinnufjelögin
hafa ekki tekið alla smásöluna. Jeg hef þegar sagt að
samvinnufjelögin hafa nú 30% af smásölunni í sínum
höndum. Hverjir hafa þá hina 70 hundraðshlutana?
Ríkisverslunin og einstaklingarnir. Oildi einstaklingsversl-
unarinnar minkar sífelt en gildi samvinnuhreyfingarinnar
vex. (Árið 1923—24 var ca. 50% af innanríkisversluninni
i höndum ríkis og samvinnufjelaga, en ca. 50% í hönd-
um einstaklinga. Árið 1924 — 25 var 7ó% í höndum ríkis
og samvinnutjelaga, en 24% í höndum einstaklinga. Pýð).
9*