Réttur - 01.02.1926, Page 131
íslensk menningarmál.
Rekstur kvikmyndaleikhúsanna.
Nú á síðustu árum hafa komið upp hjer heima um 10
kvikmyndaleikhús. Kvikmyndir og kvikmyndaleikhús gætu
verið hinir mestu menningaraukar, ef vel væri með farið.
Pað má bæði nota kvikmyndir til að fræða, skemta og
menta á mjög fullkominn háth Af fræðandi kvikmyndum
hafa þegar verið tekin ógrynnin öll úti í heimi og það
á flestum sviðum. Eru slíkar myndir mjög vel fallnar til
fræðslu í skólum, einkanlega í náttúru- og landafræði.
Pað getur vart meiri mun fyrir ímyndunarafl barnanna —
og þroskaðri nemenda líka, — en annarsvegar þurrar
kenslubækur og upptainingar, en hinsvegar landslags-
myndir hvaðanæfa og náttúrumyndir hvort heldur af láð,
legi eða lofti, ekki síst þegar orðið er auðið að taka
kvikmyndir neðansjávar. Hve skemtandi kvikmyndir geta
verið þekkja flestir, enda er þeirri hlið þeirra mest — og
fullmikið — snúið að áhorfendum nú. Minna hafa menn
sjeð af hinu, hve mentandi kvikmyndir geta verið, sökum
þess að því miður flytst hingað enn sem komið er altof
lítið af myndum, er verulegt listagildi hafa, helst eru það
þó ýmsar af sænsku kvikmyndunum.
Hjer heima eru kvikmyndaleikhúsin rekin af einstakl-
ingum, er gera það að atvinnu sinni að starfrækja þau.
Sem öll önnur einkafyrirtæki eru þau því eingöngu rekin
í gróðaskyni og það er líka kunnugt, að einstaka menn
hafa stórauðgast á rekstri þeirra. Myndirnar velja