Réttur - 01.02.1926, Síða 135
Rjettur]
ÍSLENSK MENNINGARMÁL
137
legt væri að nýir möguleikar opnuðust íslenskum land-
búnaði við slíkt. — Það ætti því nú hið fyrsta að koma
upp í hverri sýslu einu slíku fyrirmyndarbúi, ef ekki á
landssjóðsjörð, þá að kaupa til þess einhverja stórjörð.
Það er altof hörmulegt að sjá þann slóðaskap, sem við-
gengst nú á þessu sviði. Sumstaðar eru ágætisjarðir
leigðar út einstökum mönnum gegn næstum engu af-
gjaldi, aðeins til þess að þeir raki saman fje á því; ann-
arsstaðar eru slíkar jarðir undir stjórn einstakra klerka,
sem okra á að leigja engi þeirra út. Slíkt reksturslag
verður að taka enda og víkja fyrir skynsamlegum rekstri
landbúnaðarins. Pvi aðeins er honum viðreisnar að vænta.
Því mun ef til vill verða svarað, að ríkisrekstur muni
aldrei bera sig, og síst á sveitajörðum. En svo vel vill til
að nú er hjer heima eitt ágætt dæmi um að slíkur rekstur
geti gengið ágætlega — og er þó ekki því að fagna þar,
að jörðin, sem tekin var, hafi verið nein ágætisjörð.
Þvert á móti var það einhver versta jörð á landinu, illa
fallin og erfið til ræktunar, mestöll aðeins auðn, »melar,
holt, hraun og mýrar«. Dæmi þetta er Vífilstaðabúið.
F*ar var 1909 aðeins 7 —8 dagslátta tún, sem gaf af sjer
um 60 hesta. — Ríkið lagði fram 24.000 krónur til bú-
sins í eitt skifti fyrir öll, rentulaust, og fór það aðallega
til útibygginga. — Nú eru þar ræktaðar 135 dagsláttur,
er gáfu af sjer i sumar um 1500 hesta, og allar þessar
stórkostlegu jarðabætur hefur búið borgað sjálft, og á
nú 40 000 krónur í sjóði, sem notaðar verða til að byggja
hús handa starfsfólkinu.
Hve lengi skal nú bíða að vinna slíkt þjóðþrifaverk
annarsstaðar á landinu? F*að er að vísu ékki heiglum
hent, en íslenskri bændastjett mun vart svo orðið úr ætt
skotið, að hún hafi engum slíkum mönnum á að skipa,
er svona verk geta unnið.
B. O.