Réttur - 01.02.1926, Síða 136
Neistar.
Lögin, sem eru jöfn fyrir alla, banna í hátign sinni
jafnt fátækum sem ríkum að sofa undir brúm, betla á
götunum og stela brauði.
Anatole France.
Þetta er baráttan, sem halda mun áfram í landi þessu,
einnig eftir að vesælar tungur okkar Douglasar dómara
eru þagnaðar. Pað er hin eilífa barátta milli tveggja afla,
rjettlætis og ranglætis, alstaðar í heiminum. Pað eru þessi
tvö mögn, er andstæð hafa staðið hvort öðru frá upphafi
vega. Annað er hinn almenni rjettur mannkynsins, hitt
hinn »guðdómlegi« rjettur konunga. Það er sama hvaða
mynd það tekur á sig. Það er sami andinn í því, þegar
sagt er: »Þú erfiðar, vinnur og aflar brauðs — og jeg
skal jeta það«.
Abraham Lincoln.
Byltingin.
[Menn muna sjaldan, að Richard Wagner, eitthvert snjallasta tón-
skáld heimsins, var ákafur byltingarsinni og tók þátt í uppreistinni
í Dresden 1848 ásamt stjórnleysingjanum Bakunin. Hjer fer á eftir
hluti úr grein, er hann reit í eitt verklýðsblaðið í Dresden.]
Jeg (byltingin) vil steypa hinu ríkjandi skipulagi, er
skiftir mannkyninu í fjandsamlegar þjóðir, í meiri og
minnimáttar, í einkarjettshafa og útlaga, í ríka og fátæka;
því það gerir alla óhamingjusama. Jeg vil steypa því