Réttur - 01.02.1926, Side 137
Rjettur]
NEISTAR
139
skipulagi, er gerir miljónir að þrælum örfárra manna, og
þessa örfáu að þrælum valdsins, auðs síns. Jeg vil steypa
því skipulagi, sem aðskilur gleðina frá vinnunni, sem
gerir vinnuna að byrði og gleðina að lesti, sem gerir
annan vesælan af skorti, en hinn vesælan af ofnautn.
Jeg vil steypa því skipulagi, er eyðir krafti mannanna í
þágu hins dauða, líflausa efnis, sem heldur hluta mann-
kynsins við í leti og ómensku, sem neyðir þúsundir til
að fórna æsku sinni í þágu illra starfa, svo sem her-
mensku, brasks og okurs, og til þess að halda uppi svo
fyrirlitlegu skipulagi, á meðan hinn helmingurinn með
ógnar erfiði og afneitun allrar lífsgleði, ber á herðum
sjer alla þessa ógurlegu byggingu. Jeg vil eyðileggja jafn-
vel minninguna og sporin eftir þetta brjálaða skipulag,
sem samsett af ofbeldi, lygi, erfiði, tárum, sorg og þján-
ingum, fátækt, svikum, hræsni og glæpum, — er inni-
lokað í sinni eigin svælu og aldrei fær blæ af hreinu
lofti, sem enginn hreinn og skær gleðigeisli fær nokk-
urntíma leikið um. . . .
Vaknið því, lýðir jarðarinnar, vaknið þjer sorgmæddir
og kúgaðir. Vaknið þjer einnig, sem árangurslaust reynið
að dylja tómleika hjartna yðar með hinni gagnsæju dýrð-
arblæju auðæfanna. Komið og fylgið mjer með hinum
glaða hóp, því jeg geri engan mun á þeim, sem mjer
fylgja. Hjeðan af eru aðeins tveir flokkar manna á jörð-
unni — þeir, sem eru með mjer og þeir, sem eru á móti
mjer. Hina fyrri mun jeg leiða til hamingju, hina síðari
mun jeg mylja undir fótum mjer. Pví jeg er byltingin, jeg
er hið nýja skapandi magn. &7i!
Richard Wagner.
Ræningjar og ríkisstjórnir.
Ræninginn rændi venjulega hina ríku, ríkisstjórnin ræn-
i> venjulega hina fátæku óg verndar þá ríku, er hjálpa
til við ránin. Ræninginn hætti lífi sínu, er hann vann verk
sitt, en ríkisstjórnirnar hætta engu, en grundvalla alt starf