Réttur - 01.02.1926, Page 141
Baráttan um heimsyfirráðin.
Deilan um eignir þýsku furstanna,
Á sama tíma og öll alþýða manna í Þýskalandi var að sökkva
í eymd og hörmungar, sem alt voru afleiðingar ófriðarins
mikla, komu þýsku furstarnir, sem byltingin 1918 hafði steypt
at' stóli, fram með kröfur á hendur ríkjum sínum. Kröfur
þeirra voru svo gífurlegar, að allri alþýðu til sveita og í
borgum oíbauð. Hjer er ekki rúm til að lýsa öllum þessum
kröfum, en til fróðleiks skal jeg þó gefa örfá sýnishorn af
þeim.
Rússneski stórfurstinn Karl Michael, sem í ófriðnum barðist
sem hershöfðingi gegn Rýskalandi, var af stjórninni viður-
kendur rjettur arftaki stórhertogans af Meklenburg-Strelitz, sem
framdi sjálfsmorð 1918, Regar þessi maður afsalaði sjer ríkis-
erfðum ákvað stjórnin honum 5 milj. gullmarka í skaðabætur.
Kona krónprinsins í Montenegro var prinsessa af Meklen-
burg og var ger landræk frá Montenegro. Raðan fór hún slipp
og fjekk ekki að taka með sjer húsgögn sín. Rá ánafnaði
þýska stjórnin henni 8 'h miljón gullmarka sem sárabætur og
auk þess eina miljón til húsgagnakaupa.
Enskur prins, sem varð stórhertogi í Gotha 1906, hefur
fyrir þýskum dómstóli fengið sjer dæmdar eignir, er nema
200 milj. marka. Þegar hann kom til Þýskalands, átti hann
25000 sterlingspund.
Þannig mætti lengi telja. En Iengst allra gengu Hohenzoll-
arnir — ætt Wilhjálms keisara — 1 kröfum sínum. Fram að