Réttur - 01.02.1926, Side 144
146 BARATTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur
atkvæðagreiðslunnar, sat fjöldi manna hjá, sem annars hefði
greitt atkvæði með, og ekki er það ósennilegt, ef sosíaldemó-
krataflokkurinn hefði starfað jafn sleitulaust og kommúnistarnir
gerðu, að frumvarpið þá hefði orðið að lögum.
Enska kolaverkfallið,
Einhver merkasti atburður síðari tíma er verkfall það, sem
nú hefur staðið næstum hálft ár í ensku kolanámunum.
Svo háttar þar til, að rekstur ensku kolanámanna er orðinn
úreltur mjög. England var fyrsta landið, sem byrjaði kolavinslu
í stórum stíl með nútímavjelum. En það hefur haft þær af-
leiðingar, að mikið af því, sem notað er við reksturinn, hefur
dregist aftur úr við síðari uppfundningar, vjelarnar ekki verið
endurnýjaðar og eru því verri en í löndum, sem síðar hafa
byrjað og getað notfært sjer síðustu uppfundningar. Ennfremur
er búið að nota margar námurnar svo lengi og göngin orðin
svo löng og djúp að kostnaður allur, áhætta og erfiði er
mun meiri en í nýrri námum. Þess vegna eru líka margar af þeim
orðnar svo slæmar, að þær bera sig ekki. Sumar námurnar
framleiða með 5 shillings tapi á tonninu, aðrar með 5 sh.
gróða; hinar fyrnefndu eru þær smærri, hinar síðari þær
stærri. Við þetta bætist, að markaðurinn hefur minkað, bæði
erlendis og heima. Erlendis, af því markaðirnir eru nú fyltir
af keppinautunum, Þýskaland sendir nú 4 miljónir tonna af
»skaðabóta«-kolum til Ítalíu, en þangað fluttu Þjóðverjar að-
eins 1 miljón fyrir stríð, útflutningur Englands hefur minkað
að sama skapi — og svo er og í fleiri löndum. Heima hefur
markaðurinn minkað mikið, af því fjölmargar verksmiðjur,
sem framleiða málmvörur, verkfæri, vjelar og aðrar iðnaðar-
vörur, skortir markað. Og svo er reksturinn á kolanámunum
sjálfum illur, engin samvinna milli þeirra, og svo hvíla á rekstr-
inum afarþungar byrðar, okurleiga til jarðeigenda og ógrynni
gamalla skyldna, er renna til ýmissa manna, sem af þessu lfa,
án þess að vinna nokkurt handarvik.
Pegar námueigendur 1. ágúst 1925 ekki kváðust geta haldið