Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 145
íljettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN Uj
rekstrinum áfram, og verkamenn vildu ekki undan láta með að
lækka launin, samþykti þingið, til að afstýra vinnudeilu, að
ríkið skyldi greiða hallann af rekstrinum næstu 9 mánuði.
Hann varð um 20 miljónir sterlingspunda, frá 1 sh. 7 d. á
tonn upp í 4 sh. 7 d. 1. maí rann tíminn út. Námueigendur
sáu ekkert ráð nema Iækka Iaunin eða lengja vinnutímann.
Námumenn kváðu hinsvegar ráðið vera, að reka allar nám-
urnar sameiginlega og spara með því stórfje, að nota kolin
miklu meira heima í verksmiðjunum, en útvega þeim markað
t. d. með verslunarsamningi við Rússa, sem áður keyptu
ógrynni iðnaðarvara frá Bretlandi og nú myndu kaupa fyrir
minsta kosti 100 iniljón pund, ef þeir fá lán hjá stjórninni,
að þjóðnýta námurnar, svo þær hætti að »leka« eins mikið til
afæta, er engan rjett hafa á tekjum þeirra. Retta hefur kola-
námunefndin, sem skipuð var undir forsæti sir Herbert Sam-
uels, ekki viljað aðhyllast og skipað sjer þannig með námu-
eigendum og íhaldsstjórninni, sem hvortveggju vilja viðhalda
ástandinu eins og það er, aðeins lækka laun verkalýðsins. Rað
þykir verkalýðnum súrt í brotið, þegar þess er gætt, að auð-
magn landsins eykst sífelt, síðustu 4 árin frá 372 miljónum
punda 1920—21 upp í 461 milj. 1924—25, og gróðinn af
iðnaðarfyrirtækjum hefur samkvæmt »Economist« vaxið frá 7%
1922 upp í 10,9°/o 1925, en tekjur af fje í erlendum fyrir-
tækjum frá 175 miljónum punda 1922 upp í 250 miij. 1925
Enda lýsti fjármálaráðherra Ihaldsstjórnarinnar því yfir í fjár-
niálaumræðunum 1926 að »þjóðin væri nú ríkari en fyrir ári
síðan«; en talaði í sömu ræðu um »að grundvallariðnaðar-
greinar landsins, þær er flestir ynnu við, sliguðust undan þung-
anum sem á þeim hvíldi«. — Þarna liggur mótsögn enska
auðmagnsskipulagsins, að auðmenn þess græða, einkum á auð-
niagni festu í nýlendunum eða á minni háttar iðngreinum, en
aðaliðnaður landsins stendur í voða. Verkamenn álitu því að
nú væru auðmennirnir eigi lengur færir um að stjórna þessum
atvinnurekstri og gengu því til baráttu með kröfuna um þjóð-
nýtingu námanna.
10*