Réttur - 01.02.1926, Side 150
Ritsjá
Davlð Stefánsson: Munkarnir
á Möðruvöllum. Leikrit í 3
þáttum, Rvík 1926.
Höfundur leikrits þessa er þegar orðinn vinsælasta Ijóðskáld lands-
ins, þótt ungur sje, og reynir hann sig hjer á nýju sviði, þar sem
hann ekki hefur birtst almenningi áður. Það munu því margir eftir-
væntingarfullir að sjá, hvernig honum takist.
Um efni leikritsins skal ekki rætt. Það getur hver kynt sjer sjálfur.
Meðferðin varðar hjer mestu. Leikritið sýnir einn þátt, eina orustu
úr stríði því, sem háð er og háð hefur verið, milli lífsnautna og lífs-
afneitunar og sviðið, sem það gerist á, er eitthvert sterkasta vígi,
sem lífsafneitunin hefur eignast, klaustrið. Baráttan er háð um sál
hins unga Óttars, sem er auðugur erfingi, sem prior klaustursins
hefur náð tangarhaldi á. Þó er Óttar ekki aðalpersónan, heldur pri-
orinn, og það er einhver stórslegnasta persóna í íslenskum leikrita-
skáldskap. Fyrst birtist hann sem afar slóttugur, stórgáfaður hræsn-
ari, smásaman vex hann í hræsni sinni, kaldhæðni og guðspotti uns
hann virðist ætla að vaxa út yfir alt mannlegt, verða frekar »dæmon«
en maður, í þriðja þætti; þá sýnir höfundur okkur nokkur augna-
blik inn í þann hluta úr mannssál, sem eftir er í honum og birtir
okkur sundurkramda sál, sem leitað hefur sannleika í klaustrinu,
fundið lygi — og þá gefið sig þeirri hugsun á vald að láta aðra
kenna á sömu vonbrigðunum; verið blektur og ásett sjer að blekkja
aðra alt sitt líf. Það er sem hafi hann viljað vinna að rás forsjónar-
innar ineð því að ranghverfa svo skipulaginu, að öllum ógni, — í
stað þess að steypa því; það er sem hann hafi breytt samkvæmt
boðorði Ibsens »fyrst þarf ormurinn út úr skel og afskræmi tímans
sjást svo vel að ranghverfan öll snúi út« — og þegar þétta er full-
komnað, spillingin komin á hæsta stig, svo skipulagsbyggingin brenn-
ur og hrynur yfir höfði hans — þá er verk hans fullkomnað og
hann biöur bana síns i rústunum. »Teknik» aðalpersónunnar og þró-