Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 23

Réttur - 01.10.1949, Side 23
RÉTTUH 215 tilraunir íslendinga til að koma á fót félags- eða sam- vinnuverzlunum höfðu af ýmsum ástæðum, — og þá einkum sakir deyfðar og skilningsleysis, — farið út um þúfur. Það var ekki fyrr en komið var fram undir 1870, að íslendingar tóku nýjan og mikinn fjörkipp í verzlun- armálunum, hófu baráttu við selstöðukaupmennina og stofnuðu víðsvegar um land til samtaka um verzlunina. Fyrst er að geta Reykvíkinga, og þó einkum Seltirn- inga, en þeir hófust handa vorið 1869, um stofnun eins- konar pöntunarfélags, er panta skyldi vörur beint frá útlöndum. Lífið og sálin í þessum samtökum bænda á Seltjarnarnesi var Magnús Jónsson í Bráðræði, einn hinna merku Stóra-Áramótsbræðra, en Johnsen bæjar- fógeti í Álaborg 03 Þorsteinn kancelliráð á Kiðjabergi voru albræður Magnúsar. Segir Jón biskup Helgason, að Magnús hafi engan veg- inn verið talinn síztur þeirra bræðra að gáfum, þótt ekki hefði verið til mennta settur. Magnús hafði verið þing- maður Reykvíkinga árin 1865—67 og gegndi ýmsum öðr- um trúnaðarstörfum. Þótti hann röskur maður og dug- andi, hvar sem hann lagði hönd að verki. Þess má geta, að sonur Magnúsar, Sigurður bæjargjaldkeri, var faðir Jóns Hjaltalíns prófessors og Magnúsar Landsbankastjóra. Samtök þeirra Seltirninga hófu starfsemi sína á því, að panta nokkrar vörur með póstskipinu frá Kaupmanna- höfn. Vörurnar komu með sumarferðinni 1869 og líkuðu ágætlega. Var mikill hugur í mönnum að halda starf- semi þessari áfram og auka hana eftir föngum, fá eigi aðeins hinn erlenda varning án milliliða, en selja jafn- framt íslenzka framleiðslu beint á útlendan markað. Til þeirra framkvæmda þurfti mann, sem einhver sambönd hafði erlendis, eða líklegur var til að geta komið þeim á. Um þessar mundir starfaði að ljósmyndagerð í Reykja- vík Sigfús Eymundsson, ungur maður og allröskur. Hann var að vísu ekki verzlunarfróður og hafði aldrei á skóla-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.