Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 24

Réttur - 01.10.1949, Side 24
216 RÉTTUR bekk setið, en þótti ötull og laginn að koma ár sinni fyrir borð. Sigfús hafði dvalizt um skeið í öðrum lönd- um og numið ljósmyndagerð, einna lengst hafði dvöl hans orðið í Björgvin í Noregi. Hafði hann kynnzt þar ýmsum mikilhæfum mönnum, skáldunum Björnson og Lie, fiðlusnillingnum Ole Bull, ennfremur nokkrum kaup- sýslumönnum. Þeir Seltirningar leituðu til Sigfúsar og tókust um það samningar, að hann gerðist framkvæmda- stjóri verzlunarfélags þeirra. Sigfús hafði, meðan hann dvaldist erlendis, kynnzt Jóni forseta Sigurðssyni, og notið mikilvægrar aðstoðar hans, eins og altítt var um unga íslendinga, er dvöldust á Norðurlöndum við nám eða störf. Þegar er Sigfús hafði tekið við framkvæmda- stjórn hins nýja verzlunarfélags, skrifaði hann Jóni Sig- urðssyni og bað hann leiðbeininga og aðstoðar. Jón brást. afbrigða vel við, eins og nærri má geta, annaðist fyrstu vörukaupin fyrir Sigfús og hvatti hann einarðlega til rösklegrar framgöngu 1 þessum efnum, þar sem enn væri flest ógert. Af bréfum Sigfúsar til Jóns Sigurðssonar er sýnt, að hann hefir í fyrstu ætlað að ná viðskiptasam- böndum í Kaupmannahöfn, en brátt varð þar á nokkur breyting. Eins og áður getur, var Sigfús vel kunnugur í Björgvin. Hvatti Jón Sigurðsson hann eindregið til að leita á fund þeirra Ðjörgvinjarmanna um verzlunarsam- bönd, enda leið eigi á löngu þar til Sigfús sneri sér þangað. Nú víkur sögunni til Húnvetninga. Haustið 1869 höfðu fundir verið haldnir í Húnavatnssýslu til að ræða ástand og horfur í verzlunarmálum. Kaupmenn þar um slóð- ir höfðu um þær mundir orðið berir að bví. að selja til manneldis stórskemmt og maðkað mjöl, sem sagt var að þeir hefðu fengið fyrir nálega ekkert verð, þar eð það þótti naumast boðlegt skepnufóður. Bændur skirrðust í lengstu lög við að kaupa hina sviknu vöru, en þegar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.