Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 24
216 RÉTTUR bekk setið, en þótti ötull og laginn að koma ár sinni fyrir borð. Sigfús hafði dvalizt um skeið í öðrum lönd- um og numið ljósmyndagerð, einna lengst hafði dvöl hans orðið í Björgvin í Noregi. Hafði hann kynnzt þar ýmsum mikilhæfum mönnum, skáldunum Björnson og Lie, fiðlusnillingnum Ole Bull, ennfremur nokkrum kaup- sýslumönnum. Þeir Seltirningar leituðu til Sigfúsar og tókust um það samningar, að hann gerðist framkvæmda- stjóri verzlunarfélags þeirra. Sigfús hafði, meðan hann dvaldist erlendis, kynnzt Jóni forseta Sigurðssyni, og notið mikilvægrar aðstoðar hans, eins og altítt var um unga íslendinga, er dvöldust á Norðurlöndum við nám eða störf. Þegar er Sigfús hafði tekið við framkvæmda- stjórn hins nýja verzlunarfélags, skrifaði hann Jóni Sig- urðssyni og bað hann leiðbeininga og aðstoðar. Jón brást. afbrigða vel við, eins og nærri má geta, annaðist fyrstu vörukaupin fyrir Sigfús og hvatti hann einarðlega til rösklegrar framgöngu 1 þessum efnum, þar sem enn væri flest ógert. Af bréfum Sigfúsar til Jóns Sigurðssonar er sýnt, að hann hefir í fyrstu ætlað að ná viðskiptasam- böndum í Kaupmannahöfn, en brátt varð þar á nokkur breyting. Eins og áður getur, var Sigfús vel kunnugur í Björgvin. Hvatti Jón Sigurðsson hann eindregið til að leita á fund þeirra Ðjörgvinjarmanna um verzlunarsam- bönd, enda leið eigi á löngu þar til Sigfús sneri sér þangað. Nú víkur sögunni til Húnvetninga. Haustið 1869 höfðu fundir verið haldnir í Húnavatnssýslu til að ræða ástand og horfur í verzlunarmálum. Kaupmenn þar um slóð- ir höfðu um þær mundir orðið berir að bví. að selja til manneldis stórskemmt og maðkað mjöl, sem sagt var að þeir hefðu fengið fyrir nálega ekkert verð, þar eð það þótti naumast boðlegt skepnufóður. Bændur skirrðust í lengstu lög við að kaupa hina sviknu vöru, en þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.