Réttur


Réttur - 01.01.1960, Side 29

Réttur - 01.01.1960, Side 29
R É T T U R 29 hana í fyrirlestrinum, sbr. frásögnina af opinberum hjónavígslum í dómkirkjunni, sem séu einn veigamesti þáttur í skemmtanalífi bæjarins. Annars hefur mér alltaf fundizt Gestur dálítið ósann- gjarn við Siggu Olínu í þessum sökum og fundizt hann bresta skilning á nauðsyn hennar að giftast. Eg hygg, að því verði varla á móti mælt, að á þeim tíma var konunni miklu meiri þjóðfélags- nauðsyn að giftast en nú, fyrir utan þá lífsnauðsyn sem alltaf er fyrir hendi. A þeim tíma hafði konan miklu síður atvinnugrund- völl til að lifa sjálfstæðu lífi. Helztu atvinnumöguleikar hennar voru vinnukonustörf, og þau virðast ekki hafa verið eftirsótt lífs- tíðarvinna. 4) I fjórða lagi beinist ádeilan að hyldýpi því, sem staðfest er milli hinna betur og lakar settu, sem kemur skýrast fram í andstæðu þeirra Sveins og Sigurðar embættismanns, sbr. bækling Gests: Blautfiskverzlun og bróðurkærleikur, sem kom út sama ár og Tilhugalíf og er ritaður sem þjóðfélagsádeila og mannbótahvöt. I sögunni getur Sveinn ekki haft ofan í sig nema stela og er svo jafnvel úthýst úr tugthúsinu. Þessu hlutskipti Sveins valda bæði samtakaleysi iðnaðar- og verkamanna, sem Gestur talar einmitt um í fyrirlestrinum, og svo harðýðgi yfirstétt- arinnar. 5) I fimmta lagi beinist ádeilan að hræsni og yfirdreps- skap, sem er á báða bóga, mannúðarhræsni yfirstéttarinnar, sbr. Sigurð embættismann gagnvart Sveini og hræsnin og skriðdýrs- hátturinn, sem er orðinn annað eðli fátæklingsins, sbr. Þorvarð. Mest er þó hræsnin hjá Siggu Olínu, sem þakkar guði fyrir allt annað en það, sem hún vill þakka fyrir, blekkir sjálfa sig með því að Ijúga að skapara sínum. Aðrar Reykjavíkursögur Gests, Grímur kaupmaður deyr og Hans Vöggur, gerast báðar á þrengra sviði en Tilhugalíf. Grímur kaupmaður deyr sýnir annars vegar hræsni og tvöfeldni þeirra Maríu ráðskonu og verzlunarstjórans og hins vegar harð- drægni Gríms kaupmanns. Hans Vöggur er víst að mestu sönn saga af alkunnum Reyk- víkingi, Sæfinni gamla vatnsbera. Hann er úrhrak mannfélags- ins, sem menn gera betur við dauðan en lifandi. Einnig í þeirri sögu kemur fram hræsni og yfirdrepsskapur Reykjavíkurfrúnna varðandi útfararkostnaðinn. L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.