Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 7

Réttur - 01.05.1933, Side 7
þessa auðvalds, í bankaráðum aðalbankanna, sem með landbúnaðinn hafa að gera, sitja aðalmenn „samvinnu- hreyfingarinnar“ á íslandi. J. J. lofaði 1927, að nú skyldu íslenzku bændurnir leggja undir sig bankaauð- magnið, sem útgerðin hefði setið ein að fram að þessu. En efndir loforðsins urðu þær, að bankaauðvaldið lagði meirihluta allra jarða í landinu undir sig, gerði bænd- ur að skuldaþrælum sínum, þannig að nú er þorrin greiðslugeta þeirra, eftir því sem ,,Tíminn“ sjálfur við- urkennir. Og forverði samvinnuhreyfingarinnar hefir bankaauðvaldið keypt í lið með sér og veitir þeim nú .sæti á innsta palli í musteri sínu. Og sjálfur Jónas frá Hriflu hefir „brutalar“ en nokkur annar flutt boðskap bankavaldsins til bænda í grein sinni í „Tímanum“ 12. sept. 1931, þegar hann krefst þess að sveitafólkið og verkamenn bæjanna neiti sér um allt „nema að halda við starfskröftum og greiða vexti og afborganir af skuldum“. Þræla baki brotnu aðeins til að geta lifað, svo maður geti borgað bankavaldinu 5—8% vexti og 3 peninga aftur fyrir hvern einn. — Það var þá fagn- aðarboðskapur fulltrúa bankavaldsins til bænda. Samvinnuhreyfingin gat ýmislegt gert meðan hún átti í höggi við kaupmannavaldið eitt, en eftir að auð- valdsþróunin var komin á skeið fjármálaauðvaldsins, og flokkur samvinnunnar, „Framsókn”, orðin aðal- fulltrúi þess, þá sýndi sig svo áþreifanlega sem hægt var, að samvinnuhreyfingin gat, — ef hún varaðist það að láta auðvaldið spilla sér — að vísu orðið drjúgur þáttur í frelsisbaráttu undirokuðu stéttanna, en held- ur ekki meira — alls ekki neitt heildarráð við mein- semdum auðvaldsskipulagsins. Samvinnuhreyfingin, sem er einn þáttur í verklýðshreyfingunni, gat engan- veginn komið í staðinn fyrir hana og sósíalismann. Bankaauðvaldið, hringamyndanirnar, kreppurnar, — það voru skerin, sem sú hreyfing strandaði á, þegar hún ætlaði að skera sig út úr allsherjarbaráttu verka- lýðs og bænda. 71

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.