Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 13

Réttur - 01.05.1933, Page 13
sífellt að draga úr og minnka þær tryggingar, sem þær af ótta við byltingu verkalýðsins eftir heimsstríðið neyddust til að láta honum í té. Og til þess að halda sveltandi verkalýðnum undir þessu oki, sem fer dag- vaxandi, kosta þær heri og lögreglu, beita þær blóðugu ofbeldi — og J. J. greiddi sjálfur atkvæði með því að feta í fótspor þeirra með myndun ríkislögreglunnar. í þriðja lagi: Hafa „lýðræðisþjóðir Vesturlanda“ komið á stóriðnaði sínum með friðsamlegum framför- um, og hvernig stendur hann nú? — Nei. Stóriðnaður „lýðræðisþjóðanna“ er reistur á líkum barnanna, sem urðu að þræla þar 16—18 tíma á sólarhring og lágu síðan örmagna af þreytu á gólfum pestarbælanna, sem verksmiðjurnar voru. Sá stóriðnaður er byggður á morðum heilla kynslóða, þar sem fullorðna fólkið at- vinnulaust varð að þola skort, meðan börn undir 10 ára aldri voru drepin með þrældómi. Þannig voru „frið- samlegu framfarirnar“ í Englandi 1790—1850, og þannig eru þær í dag, t. d. í Shanghai — miðstöð vestrænu „menningarinnar“ í Kína. En í Rússlandi er stóriðnaðurinn skapaður af frjálsum, samtaka verka- lýð, sem vinnur 6—8 tíma á dag, á ekki við neitt at- vinnuleysi að búa, og getur lengt skólaskyldualdur æskunnar upp í 16 ár meðan iðjuverin rísa upp við hlið þeirra. — Og nú: Nú stendur allt að helmingur verksmiðjanna í ,,lýðræðislöndum“ Vestur-Evrópu ónot- aður — meðan Sovétríkin verða fremsta iðnaðarland gamla heimsins. Og síðast en ekki sízt: Hafa „lýðræðisþjóðir Vestur- landa“ skapað samyrkjuhreyfingu með frjálsum sam- tökum bænda, sem nær til % af öllum bændum ríkj- anna? — Nei — en þær eru að leggja landbúnaðinn í kalda-kol, koma bændum gersamlega á vonarvöl. Nei — hr. J. J. — Það er alveg óhugsandi að ætla að blekkja íslenzka bændur hvað þá staðreynd snertir — að á síðustu 4 árum hafa verkamenn og bændur Sovétríkjanna undir forustu kommúnista unnið afrek, 77

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.