Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 22

Réttur - 01.05.1933, Side 22
og’ aðrir heldri menn úr Rvík hafa lítt annað þar til málanna lagt en skammta sultarlaun handa þeim, sem árnar hrúa og vegina leggja, og koma svo í vígslu- veislur verksmiðjanna til að láta hæla sér og nota þá tækifærið til að ógna verkamönnunum, sem hafa byggt þær, að láta þær standa óhreyfðar, ef þeir ekki sam- þykki að svelta. „Hann (komm.) hefir ekki aukið tryggingarlöggjöfina, ekki bætt skóla landsins eða sjúkrahús“ — en það hefir samt ekki skort að komm- únisminn berðist fyrir þessu, á meðan dómsmálaráð- herra Framsóknar var að reyna að slcaðskemma berklavarnarlögin og eyðileggja slcóla landsins með því að reka burt úr þeim róttæka nemendur og kennara og meina fátækum unglingum inngöngu, — og flæma kommúnistiska sjúklinga burt af heilsuhælunum. — „Ekki byggt holl húsakynni fyrir erfiðismenn til sjáv- ar og sveita“ — en kommúnisminn hefir barist fyrir afnámi pestarbælanna eins og Suðurpólsins og álíka hreysa út um allt land og fyrir byggingu verkamanna- bústaða í stórum stíl, meðan J. J. eyddi miljónum í að hrófa upp þjóðleikhúsinU hálfköruðu, sem stendur nú til að storka atvinnulausum verkamönnum Rvíkur, — meðan J. J. jós úr ríkissjóðnum hundruðum þúsunda til Thorsaranna og hélt verndarhendi sinni yfir auð- söfnun stórlaxanna í Rvík (sem juku auð sinn um 6 milj. kr. á ári meðan J. J. var við völd) — svo þessir braskarar eins og St. Thorarensen gætu byggt voldug stórhýsi yfir sig, meðan alþýðan sveltur í kjallara- holum Rvíkur og kotum íslands. Og þá kemur J. J. að því að kommúnisminn gæti starfað hér í þúsund ár, á sama hátt og hingað til, án þess að hafa bætt lífskjör nokkurs manns í landinu, nema þeirra, sem fyrir kaup vinna að því að útbreiða byltingarkenningar (bls. 71). Þá er það fyrst til svara, að sú barátta, sem háð hefir verið hér í landinu til að bæta lífskjör verka- lýðsins og leidd hefir verið til sigurs nú, síðan komm- 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.