Réttur


Réttur - 01.05.1933, Síða 39

Réttur - 01.05.1933, Síða 39
samvinnufélög- og ríkisrekin fyrirtæki, — og þá „rétt- látu“ skiftingu auðsins, sem fram fer á afrakstri bónd- ans, sem bankinn eða verzlunin hirðir megin hlut- a-nn af, er bezt að láta bændur íslands dæma um .sjálfa. Það er ekki til neins að gylla draummyndir, og neita svo að vilja reyna að framkvæma drauma og vonir allra kúgaðra á þann eina hátt, sem það þeg- ar hefir sýnt sig mögulegt, og er mögulegt, — með sigri sosialismans. Sú bændastétt, sem sér „grasið hætta að spretta á miðju sumri“ — og skipað er af hr. Jónasi Jónssyni að „neita sér um allt nema að halda við starfsork- unni og greiða vexti og afborganir ag skuldum“ sín- um — sú bændastétt lifir ekki af lofgjörðum um forna 'sigra samvinnunnar eða draumsjónum um framtíðarsigra hennar, — jafnvel þó hvorttveggju sé ritað með yðar fína penna, hr. Jónas Jónsson. Hinn fátækari hluti þeirrar bændastéttar yfirgef- ur Framsókn og gengur í lið með verkalýðnum út í vægðarlausa hagsmunabaráttu fyrir dægurkröfunum undir forustu Kommúnistaflokks Islands. Miðlungs- bænduimir munu verða hlynntir eða hlutlausir, þeg- ar til átakanna kemur, en um fylgi stórbændanna, — þeirra, sem ekki hafa mannúð eða drenglyndi til að yfirgefa stétt sína og ganga í lið með undirstétt- unum — viljum við eftirláta Framsókn að rífast um við hitt íhaldið. Og þeir samvinnumenn, sem halda vilja áfram bar- áttunni, sem vefararnir í Rochdale og þingeysku bænd- urnir gerðust brautryðjendur að, munu einnig að lokum finna það að eina leiðin til að gera hugsjón samvinnustefnunnar að raunveruleika, er að fram- kvæma hana á grundvelli sosialismans, þar sem fyrri fyrirtæki auðhringanna og hin nýju stórfyr- irtæki verkalýðsins verða rekin af ríkisvaldi verka- lýðs og bænda, en smáfyrirtæki einstaklinganna 103

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.