Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 50

Réttur - 01.05.1933, Page 50
Bókabrennan í Berlín Eftir Karl Radek. Tíunda maí síðastliðinn gaf að líta undarlega sjón á svæðinu milli Berlínar-óperunnar og háskólans. Stúdentahópar í nazistabúningum stóðu með blys í höndum í kringum stóreflis stafla af bókum, sem hlaðið var eftir öllum reglum íkveikjulistarinnar. Stöðugt var ekið að nýjum körfum fullum af bókum. Hljómsveitimar kváðu við, og þegar logarnir læstust í hlaðann, steig til himna lofsöngurinn um frelsun Þýzkalands. Sjónarvottur að öllu þessu var Berlínarháskólinn, þar sem Fichte fyrir 120 árum flutti ræður sínar ,,til þýzku þjóðarinnar“ og skoraði á hana að berjast gegn Napoleon, en var sjálfur arftaki frönsku bylt- ingarinnar. Því að Fichte gleymdi aldrei því, er hann reit einu sinni: ,,Héðan í frá (síðan franska bylting- in varð) hlýtur lýðveldið franska að verða hið eina föðurland hvers heiðarlegs manns“. — Og á þessa brennu andlegra verðmæta horfðu þeir Alexander og Wilhelm Humboldt af stöllum sínum. Wilhelm Humboldt, stofnandi háskólans í Berlín, teygaði í sig anda upplýsingarstefnunnar og gaf henni það hlut- verk ,,að kynna sér framfarir tímanna, framgang menningar, heimspeki og vísinda“. Hann var frjáls- lyndur höfðingi, er kostaði kapps um að lyfta Prúss- landi junkaranna á sama menningarstig og borgara- stétt Vesturríkjanna. Alexander Humboldt var mik- ill náttúrufræðingur og stóð með fremstu vísinda- mönnum síns tíma. Fyrir augum þessara beggja fram- kvæma þýzkir stúdentar, eggjaðir af yfirvöldunum, eyðileggingu þeirra bókmennta, sem þeir álíta skað- legar „þýzkum anda“. Það þarf engan að undra, þó að þeir brenni rit eft- ir Marx, Lenin og Stalin. Það er vitanlegt, að gegn 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.