Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 54

Réttur - 01.05.1933, Page 54
það, hlyti auðvaldsmenning Þýzkalands sjálf að far- ast, því að í gapastokk hinnar miðaldarlegu galdra- trúar, í klóm hins tryllta þjóðernisofstækis er engin þróun möguleg, og því ekki heldur hin borgaralega. Þessi galdratrú er ósamrýmanleg nútíma tækni og iðnaði. Þetta tryllta þjóðernisofstæki hlýtur að leiða út í styrjaldarhrun. Það steig ekki pappírsreykur upp af bókakestinum, sem kveikt var í úti fyrir háskól- anum í Berlín, heldur lagði þaðan rotnunardaun hinnar grotnandi þýzku borgarastéttar. En hversu geyst sem fasisminn fer, nær hann aldrei tilgangi sínum. Iðnaðarleg og félagsleg þróun Þýzka- lands er komin lengra áleiðis en svo, að henni verði snúið til miðaldarástands, þótt aldrei nema beitt sé til þess eldi og sverði. Sú þróun hefir skapað þjóðfé- lagsöfl, sem bylta þeirri miðöld, sem reynt er að end- urlífga. Hið tryllta æði, sem knúði fasistana til hinn- ar dæmalausu bókabrennu, er sönnun um veikleika þeirra, en ekki styrk. Þeir fremja ódæði, því að í ódæðum einum sjá þeir björgunarmöguleika. Þetta ódæði sýnir hverjum einum, sem lætur sér nokkurs skipta menningu þjóðanna, öllum, sem unna andleg- um verðmætum, hvar björgunar er að leita fyrir and- ann, hvar krafturinn býr, sem bjarga mun arfi Fichte’s og Hegel’s, Helmholtz og Háckel’s út úr brennulogunum. Það er sami krafturinn og verndar arf Marx’ og Engels’ fyrir villimennsku nútímans og staðfestir sannleikann í orðum Marx’, að verkalýðs- hreifingin þýzka verði arftaki hinnar klassisku þýzku heimspeki. Almenningsálitið í Sovétríkjúnum lætur ekki bálið, þar sem brennd voru verk hinnar framsæknu þýzku hugsunar, varpa eitt augnablik gleymsku yfir það, sem mannkynið á liðnum tímum á þýzkri menningu að þakka. Almenningsálitið í Sovétríkjur.um trúir því ekki eitt augnablik, að með bókabrennunni nóttina milli hins 10. og 11. maí hafi glatazt hæfileiki Þjóð- 118

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.