Réttur


Réttur - 01.05.1933, Síða 62

Réttur - 01.05.1933, Síða 62
um þess skilyrðislaust. Töluðu þarna fulltrúar frá verkalýð flestra landa Evrópu og hafði fjöldi þeirra orðið að fara huldu höfði til að komast á þingið. íslenzkir antifasistar höfðu kosið 4 fulltrúa til að mæta á þinginu í Höfn, en sökum þess, að það á síðustu stundu var flutt til París, gátu þeir ekki set- ið þingið. Aðaláhersla var á það lögð, sérstaklega af þýzku fulltrúunum, að a'ðalbaráttan gegn fasismanum væri baráttan gegn auðvaldi síns eigin lands. Ef menn berðust aðeins gegn fasisma annara landa, þá væru menn í rauninni að gerast áhangendur þjóðremb- ingsstefnunnar. Það volduga afl, sem eitt saman get- ur nú sigrað fasismann og auðvaldsstríðið, sem hon- um er svo nátengt, er alþjóðastefna öreigalýðs allra landa. Sosialistinn Poupy sleit þinginu með þessum orð- um: ,,Vér getum slitið þessu þingi, vopnaðir til bar- áttunnar og fullir eldmóði til að skipuleggja vörnina gegn fasismanum, eyðileggja hann og feta áfram til frelsis verkalýðsins". Og í ávarpi þingsins stendur: „Raunveruleg bar- átta gegn fasismanum er ómöguleg nema hún sé um leið barátta gegn auðvaldsskipulaginu“. Víðsjá Um víða veröld harðnar baráttan milli auðvalds annarsvegar og undirokaðra stétta og þjóða hinsveg- ar og nálgast óðum úrslitahríðin. í Þýzkalandi rís verkalýðurinn og hinar fátæku, blektu millistéttir meir og meir gegn Hitlersstjóm- inni. Hin 'vaxandi dýrtíð, aukna atvinnuleysi og sí- versnandi lífskjör hafa nú þegar sýnt niiklum hluta alþýðunnar að loforð nasista reyndust eingöngu 126

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.