Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 64

Réttur - 01.05.1933, Page 64
Gramsci, hinn ágæta kommúnistaleiðtoga, til bana, með því að neita honum dauðveikum í illum fanga- klefa um sjúkrahúsvist. Og í Þýzkalandi vofir dauða- dómur og gálgi yfir Torgler og þrem ágætustu for- ingjum bulgarska verkalýðsins, þar á meðal Dimitr- ov, sem um áratugi hefir verið leiðtogi byltingarsinna í Bulgaríu. Aðeins hin voldugasta mótmælahreyfing allrar al- þýðu getur frelsað alla þessa forvígismenn hinna undirokuðu í heiminum frá vísum dauða. „Rauða hjálpin“ hefir þegar gengist fyrir almennri baráttu til þessa. íslenzki verkalýðurinn þarf einnig að taka þátt í þessari alþjóðlegu baráttu. í Austur-Asíu hafa nú Japanir tekið Peking og Nanking-stjórnin gefist upp á smánarlegasta hátt. Er viðbúið aðl japanska hervaldið færist nú í auk- ana, en efamál hvort það þorir strax að halda lengra suður á bóginn af ótta við Bandaríkin, og þá eins líklegt að það hyggi til að framkvæma þann hluta drottnunarstefnu sinnar, sem hlýtur almenna hylli heimsauðvaldsins, — að ráðast á Sovétríkin. En þar er rauður her, sem tekur öðruvísi á móti en sviknir, hálfvopnaðir, kínverskir hermenn. I Sov- étríkjunum heldur nú uppbyggingin áfram af fylsta krafti. Stalin hefir nú þegar lýst því yfir í ræðu, að næsta sporið hvað landbúnaðinn snerti sé að gera sameignarbóndann efnaðan. Og verkalýðurinn fylkir sér einbeittar um stjórnina en nokkru sinni fyrr. — Skemmdarvargar auðvaldsins ná engum tengslum við hann. Og þeir, sem áður misstu trúna á hina hröðu þróun Sovétríkjanna og brugðust flokknum, viður- kenna nú villur sínar og beiðast inngöngu (Sinovéf, Kamenéf). Sovétríkin eru orðin ósigrandi, — en styrkleikur þeirra er samt fyrst og fremst að verkalýður allra landa þekki skyldu sína gagnvart þeim og heims- byltingunni. 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.