Réttur - 01.06.1939, Page 28
hreylingarinnar hvern á fælur öörum við ríkisvaldið,
er kunnari en svo að rekja þurfi hana hér. (Pað lalar
sínu iháli, að allir 7 þingmenn Alþýðuflokksins 19159
skuli vera í þjónuslu hins opinbera).
Út al' fyrir sig er auðvitað ekkert við það að alhuga
að sósíalisti starfi í þjónustu ríkisins og stundum er
jafnvel hugsanlegt að beita embættum eða stöðum,
sem þeir eru settir í, sem vígi fyrir verkalýðshreyfing-
una. En tilgangur Jónasar með því .að koma þeim í
stöðurnar var að láta þá verða einskonar „öx-yggis-
hana”. Og þann tilgang létu þeir sér flestir lynda.
Dytti einhverjum þeirra í hug að fara að nota stöðu
sína sem vopn í liendi verkalýðsins, var hann óðara
úr heniri settúr. Og þeir „verklýðssinnar”, sem be/l
skildu tilgang Jónasar með stöðuveitingunum og vildu
juir uin fram allL una, fundu líka brátt þeirra fyrir-
hug'uðu leið: yfir til Framsóknar.
Víðasthvar á landinu voru slíkir hægri leiðtogar Lil
í verklýðshreyfingunni, sem Jónas gat beitt í þessum
tilgangi. Par sem þeir ekki fyrirfundust, voru hæg
heimatökin fyrir Jónas að senda beinlinis erindreka
sína — gegnum kaupfélögin — til að starfa í verk-
lýðshreyfingunni í hans anda. Verklýðssamtökin á
Húsavík, Dalvík, Hvammslanga og víðar kunna sína
sögu að segja af þessu.
Pví erfiðara, sem það fór að ganga fyrir Jónasi og
valdaklíku hans, að gera hugsunarhátl verkamanna
áfram undirorpinn hugsunarhætti borgaranna, -- því
meiri áherzla var lögð á að fjötra samtök verkalýðs-
ins við ríkisbáknið, gera þau undirorpin valdakerfinu.
Innlimun Alþýðusambandsins í ríkiskerfið eyk'-t
með hverju árinu eftir 1934. „Foringjarnir” fá með því
að vísu meiri persónuleg völd, svo ekki sé talað um
launin, — en eítirtektarvert er um leið hvernig endur-
bæturnar, sem verkalýðurinn fær á þessu skeiði eru
mestmegnis á hans eigin kostnað. Tekjurnar til alþýðu-
trygginganna lrá 1936 fást ýmist beint. frá alþýðu, með
108