Réttur - 01.06.1939, Qupperneq 46
spillingu. Annarsvegar þarf þá fræðilegu festu, sein
marxisminn veitir, það öryggí útsýnarinnar yi'ir þró-
unina og skilyrði hennar, sem felast í hagnýtingu hails
iyrir staðhætti vora. Hinsvegar þarf þann siðferðilega
þrótt, þá hugsjónatryggð, sem verður að vera fræði-
kenningunni samfara, ef hún á ekki að verða. ytra
skraut til að flíka í umræðum, „hljómandi málmur og
hvellandi bjalla”, eða jafnvel enn annað miklu verra.
Ef til vill má að nokkru leyti kenna það því lága
fræðilega þroskastigi, sem islen/.k verkalýðshreyfing
stóð á á þriðja tugi aldarinnar, að hún skyldi ekki geta
haldið fleirum af þeim menntamönnum, sem til hennar
skolaði með byltingarö*ldunni 1918—21. Hún megnaði
ekki að gefa þeim þá kjölfestu, þann siðferðilega krai'L,
sem þurfti og heldur ekki að gefa þeim þá föstu und-
írstöðu, sem vísindi verkalýðshreyfingarinnar geta
veitt. En meira er þar þó um að kenna efniviðnum i
þessum mönnum sjálfum, svo sem saga þeirra síðan
hei'ur sýnt. En það má Jónas frá Hriflu líka eiga, að
kænna var vart hægt að misnota sér ístöðuleysi þeirra
en hann gerði.
Eftirtektarverð er aðferð sú, sem Jónas hefur hai't
við ýmsa beztu flokksmenn sína, sem siðferðilega hai'á
tvímælalaust allmikinn þrótt, en skortir það fræðilega
útsýni yfir þjóðfélagið og þróun þess, sem gefur mönn-
um öryggið til að breyta hiklaust samkvæmt sínu eigin
áliti. Slíka menn reynir hann að innibyrgja andlega
með því að yfirhlaða þá störfum, byrgja þannig fyrir
þeim alla útsýn yfir hvað sé að gerast, einskorða starf
þeirra við einstök svið, slitin út úr samhengi, — og mis-
nota svo „ábyrgðartilfiniiingu” þeirra, til að knýja þá
til að „sinna bara sínum störfum” hvað sem á gengur
og rísa ekki upp, hvernig sem Jónas leikur á þá. Með
þessari aðferð eyðileggur Jónas t. d. Eystein Jónsson
og þá leið eru þvi -miður l'leiri að fara.
það er í rökréttu samhengi við þetta, þó einkenni-
legt virðist í fljótu bragði, að Jónasi skuli í persónu-
126