Réttur - 01.06.1939, Page 57
hrynji fyrir. Takmarkið, sem stei'nt er að, er hinsvegar
auðsjáanlega að skapa úr þessum þrem þáttum: em-
bættisvaldinu, atvinnurekendavaldinu og heildsala-
valdinu svo sterkt yt'irstéttarvald, að hinir sameinuðu
valdhafar geti leyft sér þar á eftir hvað sem þeir vilja.
Framkoni'a „þjóðstjórnarinnar” sumarið 1939 benti
einnig til þess, að hræðsla við gagnrýni hvors annars,
ótti við kjósendur og siðferðilegar eða kenningalegar
hömlur hindruðu nú valdhafana ekki lengur. Pað er
sem þjóðstjórnarflokkarnir þeyti af sér kenningum
sjálfra sín um lýðræði, mannréttindi, umhyggju fyrir
alþýðunni sem fjötrum, sem hafi þjakað þá lengi —
eða álagaham, sem þeir hafi verið neyddir til að bera.
Svo áljáðir ganga þeir lil skemmdarverka sinna, —
hindrunar á byggingu verkamannabústaða Byggingar-
félags alþýðu, — hindrunar á endurbyggingu Rauðku,
— sviftingar á frelsi verkamanna til að ráða kaupi
sínu o. s. f'rv. í óða önn skera þeir á allt, sem tengt
hafði þá við íólkið. Og þar sem allt var fyrst og fremst
gerl á kostnað verkalýðsins, ] á varð Alþýðuflokkurinn
auðvitað að ganga hlífðarlausast til verks gegn fyrri
kjósendum sínum. I’essi vesalings flokkur, sem sleil
samvinnu við Framsókn 1937, af því að hún vildi ekki
gera Kveldúlf upp, og tók ráðherra sinn úr stjórn 20.
marz 1938, af því kaupgjaid var ákveðið í einni deilu
með gerðardómi, — liann varð nú 4. apríl 1939 að sam-
þykkja að með lögum væri fyrirskipuð 3—4 milljón
króna launalækkun hjá verkalýðnum og honum með
lögum bannað að knýja fram kauphækkun, — allt til
að bjarga Kveldúlfi! Með lögbanninu við kauphækkun
er ríkisvaldinu beitt sem algeru harðstjórnarvaldi, án
þess nokkurt lillit sé tekið til mannréttinda. Var þar-
með gefið fordæmi um að hneppa verkamannasléttina
bókstaflega í þrældóm, á „þingræðislegan” hátt.
Hin nýja valdaklíka bíður ekki boðanna að víggirða
rikisvald sitt og festa þetta þrælahald verkalýðsstétt-
arinnar. Ný hert i'cfsilög með þyngi'i fjársektum og
137