Réttur


Réttur - 01.01.1968, Síða 5

Réttur - 01.01.1968, Síða 5
þeir telja sig finna í andstæðu imperíalism- ans: baráttu sósíalískra afla fyrir afnámi kapítalismans — hinnar sjálfkvæmu út- þensluhneigðar hans. Eftir sigur fyrstu sósíalísku byltingarinnar, sem dró 1/6 hluta jarðar undan áhrifavaldi auðmagnsins, hófst það sem kallað hefur ver- ið „hin almenna kreppa auðvaldsskipulags- ins”, er forystumenn þess hafa mætt á sviði áróðursins með því að særa fram hverja „grýluna" á fætur annarri — hina rússnesku í gær, hina kínversku í dag. Þessar „grýlur" eru á þessu skeiði hugmyndafræðilegur vam- arháttur kapítalismans. Hin sósíalíska bylt- ing táknaði almenna ógnun við hagsmuni auðmagnsins, beina hvöt til allra undirok- aðra stétta heimsins um að hefja uppreisn gegn drottnurum sínum, eða eins og W. J. Bryan, þáverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, orðaði það, að „gera hinn fáfróða og dáðlausa fjölda mannkynsins að herrum heimsins." I ljósi þessa verður skiljanlegt að öll forysturíki kapítalismans lögðu fram fjár- magn og liðsafla til að reyna að kæfa bolsje- víkabyltinguna í fæðingu (íhlutunarstyrjöld- in 1918—1921). BANDARlKIN HEFJAST TIL HEIMSVELDIS Nú, hálfri öld eftir sigur bolsjevíkabylting- arinnar, ríður á miklu — vilji menn á annað borð öðlast glöggan skilning á vandamálum MANNFALL I STyRDOLPUn____________________ '1.Heip?SStyrjold 2-Heinss-tvfjöld. KoLeu€t+*ÍSi6 95% 5% 52% 48 * 16% 84% jp-'fcaU.mr berr?er?r? ^ —fallnir bbr- bðr<jai4ar

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.