Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 7

Réttur - 01.01.1968, Side 7
nýlendur á evrópskan mælikvarða og and- nýlenduhefð hlutu þau í vöggugjöf. En hin sérstöku skilyrði, sem bandarískur kapítal- ismi óx upp við skýra hvers vegna hann náði að blómgast á 19- öld án heimsvaldastefnu. Bandaríki N.-Ameríku voru ónumið land sem í reynd var gert að „innlendri nýlendu".*) Þegar leið að lokum aldarinnar, þ.e. þegar landnáminu og hinni „innri" útþenslu var í grófum dráttum lokið, fékk kapítalismi Bandaríkjanna einkenni hins „leníska" imper- íalisma; að því undanskildu að í stað grímu- lauss nýlenduveldis tóku Bandaríkin að byggja upp „óformlegt" heimsveldi í Vestur- álfu og Kyrrahafi. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu því þáttaskil í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: efnahagskreppa skall á sam- tímis því sem lokið var „landfræðilegri" út- þenslu innanlands. Bandarískir leiðtogar álitu að afturkippur efnahagslífsins stafaði af markaðsskorti heima fyrir, og lausn þeirra var sú að beina efnahagsútþenslu út fyrir landsteinana undir nafninu „stefna hinna opnu dyra", The Open-Door-Policy.**) „. . . . Síðan hefur efnahagsleg útþensla og yfirráð — undir yfirskyni andspyrnu („con- tainment") gegn pólitískri útþenslu og yfir- ráðum — verið megineinkenni bandarískrar stefnu á 20. öld. Þetta á jafnt við í austri sem vestri, hvort sem litið er á Kyrrahafssvæðið sem var undir lagt í skjóli „hinna-opnu-dyra- stefnu", eða ríkin á vesturhveli jarðar sem *) Hér er átt við þá útþcnslumöffuleika sem ónumdar víðáttur og Eskimóabyggðir N.-Ameríku veittu innlendu — og erlendu — auðmagni; hið óvenjulega hraða auð- mögnunarferli innanlandsmarkaðarins þar sem gömul form hindruðu lítt að nýjasta tækni og framleiðsluform fengju brotið sér braut; þar af leiðandi fjöldaframleiðslu og fjöldaneyzlu sem átti sér þá enga hliðstæðu í Evrópu. **) Þessi stefna var fyrst mótuð sem taktísk aðferð af hálfu bandarískra kapítalista til að hindra að „gömlu heimsveldin" deildu Kína á milli sín og fá þau til þess að viðurkenna rétt allra ríkja til frjáls aðgangs að mörkuðum Kína. Sjá nánar: grein í ,,Rétti“ 4. hefti 1947, eftir Franz A Gíslason. voru „vernduð" undir yfirskyni Monroe-kenn- ingarinnar og áskilin bandarísku fjármagni til arðráns. Á árunum milli 1900—1917 ein- um hlutuðust Bandaríkin — yfir tuttugu sinnum — með hervaldi til um málefni er- lendra ríkja frá Kolombíu til Kína til þess að vernda bandaríska „hagsmuni" fyrir bylt- ingarhræringum." *) Eins og áður segir var imperíalismi Banda- ríkjanna frá upphafi markaður vissum sér- kennum sem gátu leitt menn til þess að á- lykta, að hann væri annars eðlis en „nýlendu- imperíalismi" Evrópulandanna. í stað þess að byggja upp ódulbúið nýlenduveldi í krafti hernaðarofbeldis beitti hann fyrir sig dollarn- um — afli iðnaðar og verzlunar — til þess að ryðja varningi sínum og fjármagni braut á kostnað hinna grónu heimsvelda og grafa þannig smám saman undan yfirráðum þeirra. Bæði vegna áðurnefndrar and-nýlenduhefðar Bandaríkjanna og vegna þess að þau komu •) D. Horowitz: Den russiske revolusjon og den kalde k' igen, bls. 39. 7

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.