Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 19

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 19
VO NGUYEN GIAP Vo Nguyan Giap heitir hann yfirmaður hersins í Norður-Vietnam og aðalhugsuður þjóðar sinnar í skæruhernaði og frelsisstríði. Giap er fæddur í norðurhluta Vietnam árið 1912, er nú 56 ára. Hann gekk á skóla í hinni fornu höfuðborg Hue, tók lögfræði- próf við háskólann í Hanoi. Síðan varð hann sögukennari við Thang Long skólann í Han- oi. Hann dáðist að Napoleon. Gíap gat geng- ið upp að töflu og teiknað þar upp hverja einustu orustu Napoleons", sagði einn af nem- endum hans. — En þar með var og aðdáun Gíap að Frökkum lokið. Hann var eldheitur ættjarðarvinur. 14 ára gamall gekk hann í leynifélag, er vann gegn frönskum yfirráðum, síðar í hinn unga Kommúnistaflokk Víet- nams. Árið 1939 bönnuðu Frakkar flokkinn og Giap flýði ásamt fleiri kommúnistum til Kína. Þar hitti hann Ho Chi Minh og varð meðlimur Viet Minh. Hann tók að sér að skipuleggja skæruhernaðinn og gera skæru- liðið að her. Það var 1941 — og að því hefur hann æ unnið síðan. Giap hafði gifst 1938. Þau hjónin eign- uðust dóttur. En Frakkar hnepm konu hans í fangelsi og hún dó í þeirri dýflissu, meðan Giap var í Kína. ✓ I frelsisstríðinu við Frakka sýndi Giap í reyndinni yfirburði sjálfstæðishersins yfir málalið nýlendukúgaranna. Hann spáði gangi þess stríðs á þessa leið: „Hægt og hægt mun óvinurinn hverfa frá sókn í vörn. Leifturstríð- ið breytist í langvarandi stríð. Óvinurinn lendir í eftirfarandi klípu: Hann verður að halda stríðinu áfram til þess að reyna að vinna það, en samtímis skortir hann allar sál- fræðilegar og stjórnmálalegar forsendur fyrir að heyja stríð, sem dregst æ meir." Skilgreining Giap reyndist rétt. Stríðið varð Frökkum óbærileg byrði efnahagslega og stjórnmálalega. Árið 1954 höfðu þeir misst 90.000 manns og útgjöldin voru orðin 1600 miljarðar franka, tvöfalt meiri en öll Marshallhjálpin, sem Frakkar þá höfðu þegið af Bandaríkjunum. Fall Dien Bien Phu batt enda á stríðið. Þar misstu Frakkar 16000 manns og sjálfstraustið. Það var Giap, sem var sigurvegarinn. Og hann sagði eftir Dien Bien Phu: „Eini her- skólinn, sem ég hef gengið í, er frumskógur- inn." Eru ekki sömu ófarirnar og Frakkar fóru þá að endurtaka sig hjá arftökum þeirra í nýlendukúgun, Bandaríkjunum? Herfræðing- ar ameríska innrásarhersins sjá anda og handaverk Giap í öllum aðgerðum Þjóðfrels- ishersins og vörnum norðurhersins. Þeir dást að Giap og líkja honum við Rommel. Giap er varnarmálaráðherra Norður-Víet- nam, yfirmaður hersins og varaforsætisráð- herra. Hann er vinsælasti maður Víetnam næst á eftir Ho Chi Minh. Hann er frá 1941 kennari og fyrirmynd þjóðfrelsishers víet- nömsku hetjuþjóðarinnar. Það er andi hans og herstjórnarlist sem kennir þeim hetjuher að sigra sjálf Bandaríkin. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.