Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 24

Réttur - 01.01.1968, Page 24
FRANZ A. GISLASON: SPANSKREYRSTEFNAN SÍÐARI HLUTI: „TALAÐU BLÍTT EN BERÐU A ÞER STORAN STAF V Einsog áður er að vikið hlaut nær öll Róm- anska Ameríka pólitískt sjálfstæði á fyrsta fjórðungi 19. aldar. Undantekningar voru að- eins nokkrar lendur Breta, Frakka og Hol- lendinga, sem ásamt svæðum sem Banda- ríkjamenn lögðu undir sig síðar ná yfir sam- tals 500.000 km' og hafa liðlega 5 milj. íbúa. Nýliðarnir tuttugu í fjölskyldu þjóð- Hér birtist síðari hluti greinar um Banda- ríkin og Rómönsku Ameríku, en fyrri hlut- inn var í 4. hefti 1967. anna settu sér stjórnarskrár, sem í flestum til- vikum voru sniðnar eftir hinum lýðræðislegu stjórnlögum Bandaríkjamanna og Frakka og tryggðu þjóðum þeirra m.a. lýðveldis- stjórnarform, þjóðkjörið þing og forseta o. s. frv. Fjarri fór þó því að þessi skrautrituðu skjöl tryggðu ríkjum Rómönsku Ameríku endanlegt pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði. Aður hefur verið bent á hvernig hið gamla nýlenduveldi splundraðist í vanmáttug kot- ríki; ennfremur hvernig hin ófullnaða þjóð- félagsbylting var sífellt þrándur í göm þess, að hin einstöku ríki gætu styrkt innviði sína og þar með orðið styrkari út á við. Hvoru- tveggja gerði að verkum að hin nýju ríki voru framan af lítt undir það búin að standa 24

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.