Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 27

Réttur - 01.01.1968, Page 27
skarar skríða. Það var aðeins eitt ljón í vegin- um: eyðið tilheyrði ekki Bandaríkjunum heldur Kólumbíu. Og Kólumbía neitaði að láta það af hendi. Til þess að leiðrétta þennan „misskilning" pantaði Bandaríkjastjórn ofur- litla uppreisn hjá eyðisbúum. „Uppreisnar- menn" brugðu við skjótt og lýstu yfir stofn- un lýðveldisins Panama, sem Washington var ekki sein á sér að viðurkenna. Bandaríkja- menn fengu full yfirráð yfir 10 mílna breiðri landræmu, þar sem skurðurinn skyldi graf- inn, en „lýðveldið" 10 milj. dollara útborgun í gulli og fyrirheit um 250.000 dollara árs- greiðslur í framtíðinni. Þessi „aðgerð" tók þrjár vikur. Síðan hafa Panamabúar oft gert uppreisn- ir, en þær hafa jafnan verið barðar niður af lögreglu leppstjórnarinnar eða Bandaríkjaher sjálfum — enda ekki gerðar eftir pöntun. Eftir þessi afrek þótti Theodore Roosevelt hæfa að gefa út hina svonefndu „áréttingu" (corollary) á Monroe-kenningunni (1904), þar sem hann lýsti yfir því, að „stöðugt mis- ferli eða skortur á röð og reglu í einhverju landi krefðist þess, að siðmenntuð ríki skær- ust í leikinn"; „hollusta Bandaríkjanna við Monroe-kenninguna gæti knúið þau . . . . til að beita alþjóðlegu löðgæzluvaldi" í slíkum eða ámóta tilvikum. VI Sennilega hefur enginn forseti Bandaríkj- anna verið jafn berorður og Theodore Roose- velt. Hjá honum birtist barnsleg einlægni upprennandi heimsvaldastefnu, sem var sér enn vart meðvitandi um tilveru síma. Síðar gættu menn betur tungu sinnar. „Talaðu blítt en berðu á þér stóran staf." Við þessi fleygu orð Roosevelts er hin ill- ræmda „Spánskreyrstefna (Big stick Policy) hans kennd. Auk Theodore Roosevelts hafa einkum tveir Bandaríkjaforsetar reynt að móta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku á þessari öld, þeir Franklin D. Roosevelt og John heitinn Kennedy. Spánskreyrstefnan 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.