Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 30
VIII Á hinn bóginn varð baráttan gegn fasism- anum fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni til þess að efla mjög framfarasinnuð öfl í Róm- önsku Ameríku. I nokkrum ríkjum náði þessi hreyfing verulegum árangri, náði jafnvel völdum að stríði loknu eins og í Guatemala og Venezuela. Bauðst nú hinum „góða ná- granna" í norðri gullið tækifæri til þess að sýna í verki einlægan vilja sinn til að „virða rétt annarra." En tímarnir voru breyttir. Franklin D. Roosevelt var fallinn í valinn, stríðinu við fasismann var formlega lokið og áður en varði stóð gjörvöll heimsbyggðin í miðju gjörningaveðri Kalda stríðsins. And- kommúnisminn varð æðsta boðorð banda- rískrar utanríkisstefnu. Spánskreyrinn var afmr á lofti. Jafnvel hófsamar borgaralegar umbótabreytingar voru stimplaðar sem verk- færi Heimskommúnismans af leyniþjónusm Bandaríkjanna — CIA — sem nú gerðist æ umsvifameiri, ekki sízt í Rómönsku Ameríku. I Venezuela náði Lýðræðisfylking (Accion Democrática) Rómulo Betancourts völdum í október 1945 og í forsetakosningunum tveimur árum síðar hlaut flokksbróðir hans Rómulo Galegos kosningu. Varfærnisleg umbótastefna þeirra félaga, Belancourts og Gallegos, féll þó ekki í kramið hjá banda- rísku auðhringunum, sem ásamt nokkrum evrópskum auðfélögum eiga 90% af olíu- lindum Iandsins, en olían nemur 95% af heildarútflutningi þess. Að undirlagi þeirra hrifsuðu nokkrir íhalds- samir liðsforingjar völdin í nóvember 1948. Þessu fylgdu fjöldahandtökur umbótasinna, lögbann á kommúnistaflokkinn 1950, slit stjórnmálasambands við Sovétríkin og valda- rán einræðisherrans M. Pérez Jimenes 1952. I Guatemala varð skáldið Juan José Aré- valo forseti árið 1945 (reit m.a. hina eitruðu ádeilu á Bandaríkin: Hákarlinn og sardín- urnar). í embættistíð hans (1945—1950) voru ýmsar verulegar þjóðfélagsumbæt- ur framkvæmdar: sett lýðræðisleg stjórnar- skrá, leyfð starfsemi verkalýðsfélaga, gerð á- ætlun um alþýðufræðslu o. fl., þrátt fyrir harða andstöðu stórjarðeigenda, kirkju og bandarískra auðhringa. Eftirmaður Arévalos Jacobo Arbenz Guzman, hélt umbótastarfi hans áfram og hófst handa um uppskiptingu jarðeigna meðal kotbænda. En nú framdi Arbenz tvennt, sem samkvæmt helgisiðabók CIA jafngilti dauðasynd: í fyrsta lagi smdd- ist hann að nokkru leyti við kommúnista- flokkinn, sem hafði verið stofnaður 1949; í öðru lagi gerði hann Va hluta af landareign- um United Fruit Co. upptæka. Washington sendi flotaliðana 1954 og nótt fasismans lagðist afmr yfir Guatemala. Leikbrúða Washington, fasistinn Castillo Armas, nam allar umbæmr áranna 1945—54 úr gildi. Hann var myrtur 1958. IX Þegar John heitinn Kennedy tók við emb- ætti Bandaríkjaforseta árið 1960 voru enn runnir upp nýir tímar í alþjóðamálum. Stefna Kalda stríðsins hafði beðið skipbrot, and- kommúnisminn var á undanhaldi, Bandaríkin urðu smátt og smátt að sætta sig við þá stað- reynd að þau voru bara annað af tveim stærsm stórveldum heimsins. Hin breytm viðhorf höfðu einnig áhrif á afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku — á ytra borði a.m.k. Reynt var að blása aftur lífi í gömul slagorð eins og „gagn- kvæm virðing", „jafnréttisgmndvöllur", 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.