Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 40

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 40
Almenningi þykir oft óþægilegt að alltaf sé verið að minna hann á sprengjuna, sem getur þurrkað heiminn út. En hjá ádeilusöngvurunum er engin miskunn. Þeir vilja vekja fólk til um- hugsunar um ógnir kjarnorkuvopna og stríðs yfirleitt. Margir þeirra standa framarlega í sam- tökum friðarsinna (pasifista) t.d. Bob Dylan og Joan Baez, og þessi grein er unnin upp úr blaði norskra friðarsinna, PAX. Pete Seeger er elztur ádeilusöngvaranna. Hann var settur á svartan lista á tímum Mc.- Charthy og var neitað um afnot af hljómleika- sölum og hjá plötufyrirtækjum. Hann stofn- setti þá eigið plömfyrirtæki „The Folkway’s" og gaf út þjóðlög. Hann hefur safnað þjóðlögum og ádeilusöngvum og sungið sjálfur mikið inn á hljómplötur og farið í fjölda hljómleikaferða. Hann hefur með starfi sínu veitt öðrum inn- blástur og aðrir hafa grætt meir en hann á starfi hans. Seeger vann mikið með Woody Guthrie og syngur marga af ádeilusöngvum hans. Hann hefur sagt um starf sitt: „Ég syng söngva, sem munu sannfæra þig um að þetta er þinn heim- ur. Og ef þér finnst þessi veröld okkar óréttlát og hún veiti þér mörg þung högg — og jafn- vel þó hún troði þig niður í svaðið, þá ætla ég mér að syngja söngva, sem gera þig, hvort sem þú ert hvítur eða svartur, stoltan af sjálfum þér og verkum þínum." Bandarískur stærðfræðikennari, Tom Lehrer hætti kennslu við Harvard háskólann, þar eð hann var orðinn vinsæll vísnasöngvari. Hann semur sjálfur hina háðsku texta og beitir háð- inu á stórkostlegan hátt til að ráðast á ýmislegt, sem er að gerast í kringum okkur. Ádeilusöngvararnir hafa gengið í fararbroddi mannréttindagangnanna í Bandaríkjunum og safnað fé fyrir hreyfinguna, m.a. Harry Bela- fonte og söngflokkurinn „Freedom Singers". En baráttan gegn kynþáttamisrétti er háð á fleiri stöðum en í Bandaríkjunum. í Suður-Afríku er hún enn harðari. Suður-Afríkanska söngkonan Miriam Makeba yfirgaf föðurland sitt árið 1961 og syngur nú og safnar fé í sjóð gegn aðskiln- aðarstefnu ríkisstjórnarinnar. í mörgum söngv- um sínum lýsir hún þjáningum blökkumann- anna, frelsisþrá og mótmælum. í Bandaríkjun- um hefur hún tekið þátt í mannréttindahreyf- ingunni. ADEILUSÖNGVAR OG STRÍÐIÐ 1 VlETNAM Það er engin tilviljun að ádeilusöngvararnir náðu miklum vinsældum eftir 1964. Stríðið í Vietnam kom ádeilusöngvunum á topp vin- sældalistanna, bæði austan hafs og vestan. Það sem kjarnorkuvopnaandstæðingarnir höfðu að- varað um og mótmælt virtist nú geta skeð. Ung- ir menn voru sendir til Vietnam til að drepa eða drepast. Myndirnar á sjónvarpsskerminum urðu að veruleika og mótmælin létu ekki á sér standa. í júní 1965 söng pípulagninganeminn Marry McCurie „Eve of Destruction" inn á plöm og hún varð þegar metsöluplata. Lagið var álitið kommúnistaáróður og margar útvarps- stöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu neituðu að Ieika plötuna. Þar segir meðal annars: „Þú ert nógu gamall til að drepa, en ekki til að kjósa". Áður höfðu aðeins þeir sem áhuga höfðu á þjóð- félagsmálum hlustað á ádeilusöngvana. Nú komu lög eins og þetta í fyrsta sæti á vinsælda- listum æskunnar. Einn róttækasti ádeilusöngvarinn er Phil Ochs. Hann útskrifaðist frá sama háskóla og Barry Goldwater, en varð þar róttækur og samdi róttæka ádeilusöngva. Að undanförnu hefur hann samið harðorða söngva gegn stríðinu í Vietnam. Donovan er einn fulltrúi þessa friðarsinna- hóps. Hann er enskur og syngur einföld barna- lög, ástarljóð eða furðulega eigin hugaróra, en 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.