Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 43

Réttur - 01.01.1968, Side 43
BOB DYLAN: SPUBÐU MIG EI Spurðu mig ei hvort ég ætl’ ekki senn að yrkja minn fagnaðarbrag um mannanna göfgi og mannanna reisn og mannanna bræðralag. Spurðu mig ei hver þann gálga fær gjört sem gnæfa mun hæst í dag. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn. Spurðu mig ei um það ágæta fólk sem allsnægtum fagna má, en þykist ei vit' um þann langsoltna lýð sem lagzt hefur glugga þess á. Spurðu mig ei hve mörg augu það þarf og eyru að heyra og sjá. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn. Spurðu mig ei um það blökkumanns barn, sem bölvun í tannfé hlaut og gengur að sofa sérhvert kvöld með sorgin' að rekkjunaut. Spurðu mig ei hvort algóður Guð beri ábyrgð á kvöl þess og þraut. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn. 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.