Réttur


Réttur - 01.01.1968, Síða 49

Réttur - 01.01.1968, Síða 49
yrði hlutur hans vitanlega langtum stærri að tiltölu. A því skeiði er dró úr hagvexti banda- rísks efnahagslífs, reyndust hinir erlendu markaðir einmitt veita því marga útþenslu- möguleika. Enda þótt sala iðnaðarvarnings ykist ekki nema um 50% á árunum 1955— 65, jókst sala á bandarískum iðnaðarvörum, framl. erlendis, um 110%. Það er óvefengj- anlegt að þýðing hinna erlendu markaða hef- ur vaxið mjög fyrir iðnaðinn, og þá um leið fyrir aðra geira efnahagslífsins sem eiga gróða sinn kominn undir velgengni hans. Hinir erlendu markaðir eru orðnir helzta ör- yggúopið sem tryggir að samdráttur innan- landsmarkaðarins leiði ekki til meiriháttar kreppu hjá auðhringunum. Bandarískir kaupsýslumann gera sér vel grein fyrir þessu. I ræðu sem aðalgjaldkeri General Electrics, J. D. Lockton, flutti fyrir Iðnaðarráði Bandaríkjanna í maí 1965, skýrði hann frá því hvers vegna „american business hefði þörf fyrir að halda áfram útþenslu sinni erlendis" . .: „I þessu sambandi held ég að atvinnulífið hafi náð áfanga sem ekki verður horfið aftur frá. Hin undursamlega tækni bandarísks iðnaðar og hin gífurlegu auð- magnsumráð hafa gert okkur kleift að skapa mesta velgengnisskeið sem saga okkar grein- ir frá á friðartímum. Til þess að viðhalda þessum vaxtarhraða höfum við í allmörg ár leitað viðbótarmarkaða fyrir auðævi okkar á erlendum mörkuðum. Þessir markaðir bjóða fjölda auðfélaga, t.d. General Electrics, arð- vænlegustu útþenslumöguleika sem völ er á." Hernaðarútgjöldin og útflutningurinn Hernaðarútgjöldin — sem „varnaráætlan- irnar" hafa í för með sér — eru nátengd efna- hagshlutverki hinna erlendu markaða. I orði kveðnu lúta hernaðarframkvæmdir þörfum varnanna og öryggis þjóðarinnar, en þessar þarfir reynast vera nákvæmlega hinar sömu og hagsmunir einokunarhringanna segja til um. Eins og fyrr segir afmarkast „hinn frjálsi" heimur landfræðilega af þeim hluta heims sem gefur auðmagnseigendum nokkurn veginn frjálsar hendur um verzlun og fjárfestingu. Herstöðvanet Bandaríkjanna sem spannar allan auðvaldsheiminn, herleið- angrar til fjarlægra landa, s.s. Vietnam, og hinir margvíslegu útgjaldaliðir sem hljótast af hvoru tveggja í Bandaríkjunum sjálfum, hafa höfuðþýðingu fyrir hagsmuni kaupsýsl- unnar: 1) vernda núverandi hráefnalindir og aðrar sem enn eru ófundnar. 2) vernda erlenda markaði og bandaríska fjárfestingu innan þeirra. 3) tryggja öryggi verzlunarleiða, bæði í lofti og á legi. 49

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.