Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 52

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 52
aðarframleiðsla veita aftur á móti þessa tryggingu, vegna þess að þau stuðla að vax- andi arðsemi, miðað við núverandi auðmagns- samsetningu. Annar kostur við þessa efnahagsþætti er að þeir koma í veg fyrir að afturkippir í efna- hagslífinu snúist í meiri háttar kreppur. Þetta verður ljóst af því sem áður segir um þýðingu fjárfestingarvara fyrir afkomu efnahagslífsins í heild, en 20—50% eftirspurnarinnar eru einmitt framkölluð af útflutningnum og hernaðarframleiðslunni. I þriðja lagi hefur hernaðarmarkaðurinn þann höfuðkost að bjóða upp á langdræga samninga sem útiloka nálega alla áhættu við fjárfestinguna; auk þess fela þeir í sér að all- ur kostnaður við rannsóknir er greiddur af pantanda, en slíkur kostnaður er jafnan einn af áhættuliðunum í venjulegri fjárfestingar- áætlun. Þau 20—50% eftirspurnarinnar sem út- flutningur og hemaðarpantanir tryggja fyrir- tcekjum í fjárfestingarvöruiðnaðinum, leggja þessum sömu fyrirtækjum til mun hærri hundraðshluta af gróða þeirra. I hverri iðn- grein liggur það í eðli efnahagsgerðarinnar, að fyrirtækið þarf að ná vissu framleiðslu- stigi áður en það fer að skila gróða. Veiga- miklir, almennir kostnaðarliðir — slit á vél- um, nýting hins fasta auðmagns, kostnaður við stjórnun — haldast næsta stöðugir, hvort sem framleiðslan er meiri eða minni. Fyrir- tækið skilar ekki arði fyrr en framleiðslan hefur náð því stigi að söluverð hinnar end- anlegu vöru gefur af sér nægilegan hagnað til að mæta hinum almenna og beina kostnaði. Jafnskjótt og þessu jafnvægisstigi hefur verið náð, vex arðurinn að sama skapi og fram- leiðslan leyfir. I þessu felst að hjá hinum ýmsu fyrirtækjum innan fjárfestingarvöru- iðnaðarins hvílir meginhluti gróðans, í mörg- um tilvikum allt að 80—100%, á áðurnefnd- um 20—50% framleiðslunnar sem útflutn- ingurinn og hernaðarþarfirnar sjá fyrir. Hermögnun efnahagslífsins Þýðing hernaðarframleiðslunnar fyrir við- gang bandarísks efnahagslífs er staðreynd sem orðið hefur æ ljósari á síðustu tveim ára- tugum. I kveðjuávarpi sínu til þjóðarinnar í jan. 1961 sá sjálfur Eisenhower forseti, sem ekki verður talin til friðarpostula, ástæðu til að vara við hættunni sem lýðræðinu stafaði af því sem hann kallaði „the military-ind- ustrial complex", samsteypu hernaðar- og iðn- aðarhagsmuna: „Við höfum neyðst til að koma á fót föstum hergagnaiðnaði í stórum stíl. Þar við bætist að 3 Vi milj. manna, karla og kvenna, starfa beinlínis í þágu hersins. A hverju ári verjum við til varnarmála einna meiru en nemur nettótekjum allra banda- rískra iðnfyrirtækja .... þessi samruni gífur- legs hernaðarbákns og viðamikils hergagna- iðnaðar er nýtt fyrirbæri í bandarískri sögu. Heildaráhrifanna — á sviði efnahags, stjórn- mála og jafnvel andlegrar menningar — gæt- ir í hverri borg, stofnunum hvers einstaks ríkis og á hverri skrifstofú sambandsstjórnar- innar." Vöxt þessa hernaðar-iðnaðarbákns má rekja til heimsstyrjaldarinnar síðari. Það var fyrst og fremst með því að halda við her- gagnaiðnaði stríðsáranna sem Bandaríkjunum tókst að bægja frá dyrum stórfelldu atvinnu- leysi, í líkingu við það sem ríkt hafði fyrir stríð (árið 1939 voru 17.2% vinnufærra manna atvinnulaus). I stað þess að eyða at- vinnuleysinu með því að efla hinn opinbera geira (með félagslegum, „sívil" framkvæmd- um á vegum hins opinbera), var sú stefna tekin af ráðandi stjórnmálamönnum að ausa kvæmdir. A s.l. áratug hafa að jafnaði 60— fjármunum í vígbúnað og hernaðarfram- 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.