Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 55

Réttur - 01.01.1968, Side 55
HUNGRIÐ GRÓÐINN OG HEIMSEINING ALÞfÐU I grein þessari er gert að umræðuefni hvort verkalýður stóriðjulanda og blá- fátæk alþýða „þriðja heimsins" geti starf- að saman að því að bylta auðvaldsstétt- um heims frá völdum. Þessvegna eru athugaðar uppsprettur gróðans, vanda- mál hungursins í þróunarlöndunum og sú spurning hvort hinn vellaunaði hluti verkalýðs iðnaðarlanda geti átt samleið með hungrandi alþýðu þróunarlandanna. En um allt þetta eru mjög skiftar skoðan- ir meðal áhangenda sósíalismans. Þegar reynt er að brjóta til mergjar hið mikla vandamál nútímans: hungrið í hinum „þriðja heimi" og gróðasöfnun auðvaldsins, er nauðsynlegt að líta raunsæjum augum hverjar uppsprettur gróðans eru og hvar. Mun þá koma í ljós að hagsmunir verkalýðs auðvaldslandanna og alþýðu þriðja heimsins eru sameiginlegir gagnvart auðvaldinu, þótt lífskjörin séu svo ólík að alþýðan í vanþróuð- um löndum berjist við hungrið, en verkalýð- ur háþróaðra auðvaldsríkja „aðeins" við hin félagslegu vandamál spilts auðvaldsþjóðfé- lags, en hafi yfirunnið hungrið. Hungrið er ægilegt vandamál auðugrar kjarnorkualdar. Tveir af hverjum þrem íbú- um heims þjást af matarskorti. Með öðrum orðum hungrið er vandamál fyrir þorra þess fólks sem í þróunarlöndunum býr, en það eru 2500 miljónir manna af 3400 miljónum, sem jörðina byggja. Og þetta vandamál fer versnandi. Líklega mun mannfjöldinn á jörðunni árið 1980 verða 4500 miljónir, þar af 3500 miljónir í þróunarlöndunum, — og árið 2000 líklega 6600 miljónir jarðarbúa alls, þar af 5400 í þróunarlöndunum. Hyl- dýpið á milli hefur dýpkað, hungrið vaxið. Og það fer vaxandi. Og það kemur harðast niður á börnunum. Það eru nú 900 miljónir barna undir 15 ára aldri í heiminum. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra er á hungursvæð- unum. I Indlandi t.d. deyja 40% allra barna áður en þau verða 5 ára gömul. Reyni þjóðir þróunarlanda að útrýma hungrinu með því að koma á hjá sér skyn- samlegu og réttlátu þjóðfélagi, sósíalisma, þá er að mæta tortímingarherferð Bandaríkja- auðvaldsins, er vægðarlaust myrðir börn sem gamalmenni og eitrar gróður svo sem nú í Vietnam. Framferði auðvaldsins í þróunarlöndunum hrópar til himins sökum þess hve kúgunin er sár, hin dýrslega grimd þess mikil. 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.