Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 64

Réttur - 01.01.1968, Page 64
heims er skilmerkilega rakinn af tveim bandarískum blaðamönnum, T. Ross og D. Wiese, í bókinni The invisible Government, (Ríkisstjórnin ósýnilega), Bantham 1965. A s.l. ári birti bandaríska fréttaritið Ramp- arts upplýsingar um leynistarfsemi CIA sem vöktu heimsathygli. Þar var m.a. sýnt fram á að eliefu stúdentasambönd hafa þegið fjár- framlög frá hinni bandarísku njósnastofnun. Meðal þeirra er stærsta stúdentasamband Bandaríkjanna, NSA, sem hefur allt frá 1952 fengið fjórðung útgjalda sinna greiddan úr sjóðum CIA. Þar upplýstist ennfremur að mörg alþjóðasambönd sem siglt hafa undir flaggi pólitísks hlutleysis — ISC, vestræna stúdentasambandið sem Stúdentaráð Há- skóla íslands er aðili að; Alþjóðlega lög- fræðinganefndin; WAY, heimssamband æsk- unnar — hafa ýmist þegið fé beint úr hendi CIA eða stofnana bandarískra sem eru henni nátengdar. Meðal erlendra stúdenta í Bandaríkjunum hefur CIA rekið víðtæka njósnastarfsemi. Stúdentum hafa verið boðnir allt að 10.000 dollarar árlega, ef þeir gæfu kost á samstarfi við CIA, eftir að þeir hyrfu heim að námi loknu. Þá vitnaðist ennfremur að CIA hefur á sex ára skeiði borið eina miljón dollara á sam- tök bandarískra blaðamanna, American Netvspaper Guild. Verkalýðsamtök hins vest- ræna heims hafa heldur ekki farið varhluta af fjárbruðli hinnar alstaðar nálægu njósna- stofnunar. Uppljóstranir Remparts leiddu þannig í ljós að fáir þeirra sem gefið hafa sig að starf- semi vestrænna „alþjóða"stofnana eftir stríð, munu hafa konrzt hjá því að vera óafvitandi handbendi þessarar ósýnilegu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. L. G. VÍÐA LIGGJA ÞRÆÐIR Amerísk verldýðshreyfing hefur ekki farið varhluta af umsvifum leyniþjónustunnar: CIA. í fyrra, eftir að afhjúpuð höfðu verið afskipti CIA af amerískum og alþjóðlegum stúdenta- samtökum upplýsti Victor Reuther, forstöðu- maður alþjóðadeildar UAW (Ameríska málm- iðnaðarsambandið) að ástandið í þessum efn- um (þ.e. afskipti CIA) væri mun alvarlegra innan verklýðshreyfingarinnar. Hann sagði að aðalmennirnir í alþjóðadeild AÁL—CIO, þeir Jan Lovestone og Irvin Brown, hefðu bókstaf- lega léð skrifstofuna til þjónustu fyrir CIA. Fyrrverandi „þjónn" CIA, Thomas W. Brad- en, reyndi í grein í „Saturday Evening Post" að þagga niður í Reuther-bræðrnnum (Walter Reuther, bróðir Victors er formaður Sambands bílaiðnaðarmanna), með því að hann fullyrti að þeir hefðu sjálfir átt hlutdeild í úthlutun CIA- peninga. Walter Reuther gaf strax út yfirlýs- ingu um, að þar hefði verið um algera undan- tekningu að ræða. í eitt einasta skipti á árunum upp úr 1950 hefði hann, mjög hikandi, fallizt á að yfirfæra gegnum UAW 50.000 dollara til vestur-þýzkra verklýðssamtaka. En hann kvaðst strax hafa séð hversu fráleitt þetta var og því hefði þetta verið hans fyrsta og síðasta þátttaka í slíkri starfsemi. — En með þessu voru Reuth- er-bræðurnir ekki kveðnir í kútinn. Nú fyrst hófu þeir uppljóstranir að einhverju marki. Þeir gám fyrst sýnt fram á að forystumenn í AFL—CIO hefðu ekki aðeins staðið að hlut- lausri niðurjöfnun CIA-peninga, heldur væru þeir fiæktir í ýmis hin afturhaldssömustu sam- tök í Bandaríkjunum. Jan Lovestone, starfsmað- ur í alþjóðadeild AFL—CIO er t.d. fulltrúi í bandarísku nefndinni, sem hefur það hlutverk að koma x veg fyrir aðild Kína að Sameinuðu 64

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.