Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 65

Réttur - 01.01.1968, Page 65
þjóðunum, og hann tekur einnig þátt í störfum nefndar, sem útbýr svarta lista yfir nöfn „óame- rískra ameríkana". Hér er um að ræða nefnd, sem heldur áfram þeirri iðju, sem Mc Carthy var á sínum tíma knúinn til að leggja niður. Aðrir forystumenn AFL—CIO áttu sinn þátt í því að bola frá völdum vinstrisinnuðtmi ríkis- stjórnum s.s. stjórn Jagans x (fyrrverandi) Brezku Guiana, svo og stjórn Goularts í Brasilíu, Þeir tóku meira að segja þátt í baráttunni gegn hinni nánast sósíaldemókratisku stjórn Juan Bosch í Dóminikanska lýðveldinu. Ljóst má vera að styrjöldin í Vietnam hefur valdið miklum átökum innan bandarískrar verk- lýðshreyfingar, ekki síður en í bandarísku þjóð- félagi yfirleitt. Á sama tíma og forystumenn AFL—CIO styðja dyggilega stefnu Johnsons í Vietnam (eins og átti sér stað á þingi samtakanna í des. s.I.) — og fylla flokk „haukanna", sem sjá al- þjóðlegt kommúniskt samsæri að baki orustun- um í frumskógum S.-Vietnam, — hefur UAW, með Reuther-bræðurna í broddi fylkingar, kraf- izt þess að hætt verði loftárásum á N.-Vietnam og Bandaríkin setjist án nokkurra skilyrða að samningaborði með stjórninni í Hanoi og Þjóð- frelsishreyfingunni. Skömmu fyrir þing AFL—CIO var haldinn í Chicago fjölmennur fundur trúnaðar- og for- ystumanna í verklýðshreyfingunni, þar sem krafizt var friðar í Vietnam. Og þrátt fyrir það að stjórn AFL—CIO hefði lagt bann við því að nokkur trúnaðarmaður sambandsins tæki þátt í fundinum, mættu á honum liðlega 500 trúnað- armenn frá 60 verklýðssamböndum. í ávarpi, sem Victor Reuther hélt í upphafi fundarins, gagnrýndi hann harðlega stjórn AFL —CIO fyrir að reyna að takmarka skoðana- og tjáningarfrelsið. Þegar um jafn mikinn og hatraman ágreining er að ræða og raun ber vitni, er skammt í alger- an klofning. Slíkur klofningur hlýtur óhjá- kvæmilega einnig að hafa sínar afleiðingar fyrir alþjóðleg samskipti bandarískrar verklýðshreyf- ingar. (Lausl. þýtt úr Jern og Metall, tímariti norska málmiðnaðarsambandsins af Gunnari Guttormssyni). 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.