Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 67

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 67
hirða bandarísk auðfélÖg stöðugan arð frá ríkjunum í rómönsku Ame- ríku, 4000 dollara á mínútu,’ 5 milj- ónir á dag, 2 miljarða á ári. Fyrir hverja þúsund dollara sem hirtir eru er skilið eftir eitt lík. Þúsund doll- arar á lík, fjögur lík á mínútu.«‘ Úr Kúbubók Maenúsar Kjartanssonar. 60% - 6% ,,Á því skeiði mannkynssögunnar sem við lifum nú, hefur bandarískur kapitalismi gerzt megin uppspretta arðráns og kúgunar í heiminum. Bandaríkin eiga og ráða yfir nálega 60% af náttúruauðlindum jarðar, en þau hafa ekki innan landamæra sinna nema 6% jarðarbúa. Þetta er höfuðástæðan fyrir hungri og eymd sem nálega % hluta mannkynsins búa við. Til þess að vernda þetta grimmilega arðránskerfi, hafa Banda- ríkin komið á fót stríðsvél sem á sér enga hliðstæðu." Bertrand Russell. Status quo ,,Ef við eigum að rísa sjálfkrafa öndverðir hverri þeirri umbót sem kommúnistar eru fylgjandi, er líklegt að við snúumst á endanum gegn hvaða umbótahreyfingu sem er, og gerumst sjálfir bandingjar aftur- haldsaflanna sem óska þess eins að viðhalda status quo". Fulbricht, bandarískur ölduncadcildarþing- þincmaður, 16. sept. 1965. Þjóðfrelsi „Þjóðfrelsi okkar er hætta búin, meðan stórveldastefna er til í heim- inum, meðan auðdrottnar ráða yfir framleiðslutækjum stórþjóðanna og nota fjármagn þeirra og hervald í sína þágu, þegar þeim býður svo við að horfa. Voldugir einokunar- hringar, bankadrottnar og hervalds- sinnar nútímans eru arftakar þeirra sjóræningja, einokunarkaupmanna og drottnara fortíðarinnar, sem áður þjörmuðu að landi voru og komu þjóðinni á heljarþröm**. Einar Olgeirsson í l»jóðviljanum 17. júní 1944. íhlutun Hin bandaríska íhlutunarstefna í Vesturheimi hefur ekki alltaf verið færð í voðir hugmyndafræði „hins frjálsa heims“. Smedley D. Butler, sjóliðsforingi í „U.S. Marine Corps“ sá til að mynda ekki ástæðu til þess, þegar hann rifjaði upp, á New Deal- árunum, 30 ára þjónustu sina sem „handbcndi kapitalismans1*, eins og hann komst sjálfur að orði: „Ég hjálpaði til við það, árið 1914, að tryggja hagsmuni bandariskra oliu- félaga í Mexikó og sérstaklega í Tampico. Ég hjálpaði til viö það að gera Haiti og Kúbu að vænlegum féþúfum fyrir náungana í National City Bank. Eg íór ásamt öðrum ráns- hendi um hálfa tylft Mió-Ameríku- rikja í hagnaðarskyni fyrir Wall fc>treet“. Common Sensc, nóv. 1935. Tilfært af H. Apthckcr: American For- eicn Diplomacy. Erlend áþján „Hér er verið að segja þér strið á hendur, þér sem vilt berjast gegn erlendri áþján, gegn erlendri fjár- kúgun, þér sem vilt berjast fyrir lífi þinu og tilveru, fyrir brauöi þinu, íyrir fjölskyldu þinni. Og það er ekki venja þegar á að segja einhverjum stríð á hendur, að byrja á því að semja við hann um hernaðaraðgerð- ir. Þarna sjáiö þiö andlit auðvaldsins, hins alþjóölcga auðvalds, nakið og bert. Þaó treður á þingræðinu, það litilsviröir lýðræðið, hvenær sem því býður svo við að horfa að segja launastéttum og alþýðu allri stríð á hendur. Og það hefur sagt okkur strið á hendur. Og okkar er að mæta og berjast, berjast sem drengir góð- ir . .. Og í dag er hér ekki hnipin þjóð i vanda. I dag er hér rik þjóð, þjóð sem á nútima tæki til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð sem er gáíuð og þjóð sem er menntuð. Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslenzk verkalýðshreyí- ing, islenzk alþýöa, Islendingar all- ir eiga að mæta í dag, sé meira því sem Islendingar áttu að mæta á ökólabrúnni fyrir hundraö árum. Og ég spyr, erum vér ættlerar sem ekki getum staöið i þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki tilbúnir aö taka upp baráttuna og mótmæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp bar- áttu allrar þjóðarinnar gegn erlendu auövaldi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli íslendingur, íslendingurinn sem mælti hin frægu orð, „Vér mót- mælum“, hann ritaði á skjöld: „Eigi víkja«‘. Eru þeir meðal vor í dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur, að hver sá sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sína, menn- ingu hennar, sjálfan sig. Allir, allir undantekningalaust, eigum vér að mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lögbrotum, mót- mæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, kúgun og hungur. Mót- mælum allir sem einn! Vér mótmæl- um allir!“ Sigfús Sicurhjartarson, á úti- fundi 16. maí 1951. Möskvinn lítill „Hitt er allt annað mál, að það, sem nú er farið fram á af hálfu Bandarikjanna, er til muna minna en áður var áformað, og allmiklu minna er það, sem einstöku íslend- ingar hafa látið sér um munn fara, að rétt væri og skylt að veita þeim. Þetta er stigmunur, en enginn eðlis- munur. Það, sem máli skiptir, er, að ef gengið yrði að þessum samningi, þá erum við gengnir inn í hernaðar- kerfi Bandaríkjanna og fastir þar næstu árin, hvernig sem alþjóðamál snúast, hver sem upp kann að koma í utanríkispólitík þeirra. Hvort ítökin eru mikil eða lítil, breytir engu um þetta eðli og kjarnaatriði málsins. Það er máske lítill möskvi, sem á- formað er að brcgða um Reykjanes, en netiö er stórt og við höfum sann- arlega ekki mikla yfirsýn yfir það, hvar það kann að verða dregið að landi um það, er lýkur. Sigurbjörn Einarsson á útifundi í Reykjavík 22. sept. 1946. Sál okkar „Er það ekki fávíslegt og hlægilegt að tala um baráttu okkar 140 þúsund sálna, sem ekki eigum svo mikið sem haglabyssu, við herveldi Bandaríkj- anna með öllum sínum drápstækjum: her, flota og kjarnorkuvopnum? Ég fullyrði: Við cetum unnið sigur i þessari baráttu við hið ægilegasta hcrvcldi allra tíma og við munum vinna þann sigur, aðcins ef við clöt- um ckki sál okkar. Ég segi þetta vegna þess, að nú eru aðrir tímar í heiminum en nokkru sinni og við eigum bandamenn sem eru miklu voldugri en hin voldugu Bandaríki, stéttarbræður okkar og systur um víða veröld. Hættulecri en allar cyði- legcincar í styrjöld væri það, ef við glötum sál okkar, vitund og vilja sem þjóð. Og þessi verðmæti getum við varðveitt, þó við eigum ekki þau vopn, sem Bandaríkin beita. Og með þessum vopnum, sem munu reynast meiri en öll múgmorðstæki Banda- ríkjanna, munum við sigra, ef við höldum lífi“. Brynjólfur Bjarnason á útifundi Sósíalistaflokksins í Reykjavík 16. maí 1951. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.