Réttur


Réttur - 01.01.1979, Síða 5

Réttur - 01.01.1979, Síða 5
þeim kosningum skorti ekkert á loforð þingmanna og frambjóðenda um að aldrei skyldu þeir samþykkja neitt slíkt afsal. En strax sumarið eftir að kosning- um nýafstöðnum hóf forsætisráðherra leynilegar viðræður við fulltrúa Banda- ríkjanna um framhaldsafnot þeirra ai Keflavíkurflugvelli. Tveir aðrir leiðtog- ar Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í þeim umræðum. I sinni ágætu grein í Skírni árið 1976 hefur Þór Whitehead, lektor, lýst þessum leyniviðræðum samkvæmt upplýsingum, er hann hefur aflað sér úr bandarískum skjölum frá þeim tírna. Samkvæmt upp- lýsingum hans báru bandarísku fulltrú- arnir þá fram eftirfarandi óskir: „1. Hernaðaraðstöðu á Keflavíkurflug- velli. 2. Réttindi til að viðhalda flotabæki- stöð í Hvalfirði, er starfrækt yrði og stækkuð, einkum í ófriði. 3. Leguréttindi fyrir bandarísk lierskip í íslenskri landhelgi. 4. Réttindi til flughafnar í Fossvogi með svipuðum skilmálum og fyrir Hvalfjarðarstöðina." Síðar í greininni segir um þessar mála- leitanir: „Keflavikurstöðin yrði fyrst og fremst starfrœkt sem farþegaflugvöllur, þar sem bandariskum herfluguélum og tœkni- mönnum yrði veitt aðstoð og réttindi til að hafa tiltæk kjarnorkuvoþn." (Letur- breyting mfn). Oll þau atriði, sem hér er farið fram á, sýna það glögglega að Bandaríkin héldu fram öllum kröfum sfnum frá því um haustið. Og hér var meira að segja krafist Ásmundur Sigurðsson. þess að hafa hér kjarnorkuvopnastöð. Er hægt að fá betri sannanir fyrir þvf, hve blygðunarlaust var farið á bak við, ekki aðeins samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, heldur líka rnestan hluta annarra þing- manna, svo og jrjóðina alla með því að leyna hana öll þessi ár því sem þarna var um rætt. Afleiðing þessara viðræðna varð Kefla- víkursamningurinn, sem síðan olli stjórn- arslitum. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu frekar, enda er á þetta minnst til þess að gera ljóst, að nú skyldi náð í smærri skrefum, því sem ekki varð náð í einu stökki. Enda var nú, af fullum krafti gengið f að koma Atlanshagsbandalaginu á laggirnar og þar var íslandi frá byrjun ætluð þátttaka. Þegar svo kom fram á 5

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.