Réttur


Réttur - 01.01.1979, Page 7

Réttur - 01.01.1979, Page 7
Mannfjöldinn á Austurvelli kl. 1 til 2 30. mars 1949. liðu ekki nema rúm tvö ár þangað til bandarískur her settist hér að og hefur verið síðan. Við töldum það hættulegt, einkum fyrir smáþjóð, að láta erlend hernaðar- umsvif verða umtalsverðan þátt í at- vinnulífinu til frambúðar. Slíkt Iilyti að hafa eyðileggjandi áhrif á heilbrigðan innlendan atvinnurekstur og venja fólk á að treysta á herinn sem atvinnulegt bjargræði. Þessi spá hefur sannanlega ræst. Vilja menn í alvöru leiða hugann að því, hver áhrif Keflavíkurflugvallar hafa verið á atvinnulíf Suðurnesja. Auðvitað þarf ekki að efa að hernámsbraskarar liafa grætt. En ætli barlómurinn út af atvinnu- lífinu þar væri ekki minni, ef það hefði fengið að þróast eðlilega eins og í öðrum landshlutum án áhrifa frá hermangs- braskinu. í því sambandi skal hér nefnt annað nærtækt dæmi, af gagnstæðri teg- und. Þegar breski herinn kom hingað f940 settist hann þegar að á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Síðar tók sá bandaríski við eins og annars staðar. Mest urðu um- svifin á Seyðisfirði. Þar gerðust þau svo rnikil, að bókstaflega varð ekkert rúm fyrir aðra starfsemi. Það mátti jrví heita að innlent atvinnulíf legðist gjörsamlega í rúst svo fólkið varð að lifa á setuliðs- vinnunni, livort sem því likaði betur eða ver, eða flytja burt ella. 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.