Réttur


Réttur - 01.01.1979, Síða 10

Réttur - 01.01.1979, Síða 10
Annað var að í bók þessari var gefið í skyn að {esús frá Nasaret liefði átt mjög vingott við konu, Mariu Magdalenu, jafnvel svo sem kona hans væri. - Undar- legt er að þetta skuli hneyksla það fólk, sem trúir því að sjálfur Guð eða hans heilagi andi hafi átt svo vingott við aðra konu, Maríu Mey, að hún hafi þessvegna borið Jesú í heiminn og hann væri því sonur Guðs. Halda menn þá að hann hafi ekkert erft af slíkum eiginleikum föður síns, er birtust í þungun Maríu Meyjar? Annars þarf ekki lengi að leita í biblí- unni, til þess að finna dæmi slíks, sem hér er um deilt. í fyrstu Mósebók, 6, 1—3 stendur: „En cr mennirnir tóku að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur, sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru frfðar, og tóku scr konur mcðal þeirra, allar scm þeim geðjuðust." Ekki skal þó Iiér farið að ræða guð- fræðileg vandamál eða biblíurannsóknir, en þeim þingmönnum sem kunna að hneykslast á því að Guð og sonur hans skuli hafa átt svo náið samband við mannanna dætur skal bent á að síra Gunnar Benediklsson, félagi vor, hefur skrifað bók sem heitir: „Var Jesús sonur Jósefs?“ (Akureyri 1927) og leysir hún væntanlega þessi hneykslunarmál, svo viðkomandi megi vel við una. Þar að auki kom út eftir hann „Ævisaga Jesú frd Nasaret“ (Akureyri 1930). En þó mun annað mál en þetta, svo alvarlegt sem það var, hafa vakið enn meiri hneykslun viðkomandi þing- manna og það var að í bók þessari, ,,Eé- lagi Jesús“, var gefið í skyn að Jesús frá Nasaret hefði verið kommúnisti - og það tók nú út yfir allan þjófabálk að áliti hinna vandlætingasömu „öldungaráðs- manna“. - Hitt mun þó ekki hafa komið eins ægilega við hjartað í þessum þing- mönnum að í bókinni er Jesús frá Nasa- ret gerður byltingarsinnaður þjóðfrelsis- leiðtogi gegn setuliði stórveldisins í hinu hernumda Gyðingalandi. Hernámssinn- ar hér á þingi munu liafa fundið sig all örugga í skjóli herliðsins frá „Mamm- onsríki Ameríku" og því ekki fundið ástæðu til að óskapast út af hugsanlegri hagnýtingu vinsælda Jesú frá Nasaret sem þjóðfrelsisleiðtoga. En Jesús frá Nasaret „kommúnisti", - það var svo ægileg tilhugsun að ekki ein- vörðungu sumum þingmönnum hraus hugur við, heldur lá og við að æðstuprest- ar allra safnaða hneyksluðust á — og gott ef margir „skriftlærðir og farisear" hafa ekki lmeykslast í hjarta sínu 1 íka, þótt þeir töluðu fátt. Það er því rétt að athuga þann þátt málsins betur. I Uppreisnarmaðurinn frá Nasaret: Boðberi frelsis hinna fátæku og kúguðu og frumkommúnisma bræðralagsins Það má ljóst vexa, ef dærna má eftir frásögnum guðspjallanna þriggja (Mark- úsar, Lúkasar og Matteusar), að í augum hinna fátæku og kúguðu undirstétta hins hernumda Gyðingalands, er Jesús frá Nasaret boðberi sá, sem spámennirnir höfðu Ixeitið, er frelsa myndi þær frá kúgun hinna ríku og yfirdrottnun út- lendinganna. Jafnvel þær María og Elísa- bet, mæður Jesú og Jóhannesar, syngja um hvert sé ætlunarverk drottins nxeð 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.