Réttur


Réttur - 01.01.1979, Síða 13

Réttur - 01.01.1979, Síða 13
Það sem hins vegar er öllu eríiðara að átta sig áj samkvæmt nær 2000 ára göml- um ritum og sögusögnum, er afstaða þessa stórkostlega skálds og boðbera, sem elskar hina snauðu, er afstaða hans til ,'erlenda lvernámsvaldsins, rómversku kúgaranna. Reyndi Jesús frá Nasaret í alvöru að samræma frelsi hinna fátæku úr neyð þeirra og frelsi Gyðinga undan oki Róm- verja? Vafalítið er að mikill liluti almennings hefur um leið fitið á hann sem þjóðlegan leiðtoga og frelsara af oki Rómar. Lýs- ingar á innreið hans í Jerúsalem og hróp- ið: „Frelsaðu oss“ (Hósíanna) og nafn- giftin „Konungur Gyðinganna“ benda eindregið í átt til baráttunnar fyrir þjóð- frelsi. Mikið upphlaup hefur tvímæla- laust orðið, en guðspjöllin skilja aðallega brottrekstur okraranna úr musterinu eftir af þeim frásögnum, sem til liafa ver- ið þar um. Hér er tvennt að athuga: Annars vegar kann Jesús sjálfur að hafa verið hikandi um möguleikann á sigri yfir Rómverjum, þótt hann boðaði samfélag sameignarinn- ar í tengslnm við trú sína, - og svo er hitt að þeir, sem fjalla um frásögnina um Jesú, reyna að draga sem mest úr þessum þjóðlega þætti, — ekki síst jDeir sem skrifa eftir uppreisn Gyðinga árið 70 e. Kr. og eyðileggingu Jerúsalem eftir ósigur þeirra. Von Gyðinga við innreiðina birtist m. a. í hrópinu um: „Blessað sé hið kom- andi riki föður vors Davíðs“. Það er hinn gamli boðskapur spámannanna um þjóð- frelsi Gyðinga, sem þar lifir. Og auðséð er að „Barrabas" hefur verið einn „upp- hlaupsmaðurinn" í þeim anda (sbr. Afarkús, 15, 7.) þótt síðar sé klínt á hann DAVÍÐ STEFÁNSSON: Þegar Jesús frá Nazaret reið inn í Jerúsalem sungu hinir snauðu (Brot) II. „Við biðum þín ... og ár og aldir liðu og enginn kom. Og við, sem alltaf vorum hædd og svikin, glötuðum trúnni á tilfinningar okkar og fundum það að okkur skorti skilning og vit til þess að vona. En bak við neyð og örvæntingu okkar var hulin þrá. Og okkur dreymdi drauma um æðri mátt, um konung konunganna, sem kæmi bráðum ... og bæri sjálfum sannleikanum vitni og gæti lesið leyndar hugrenningar og elskað þá, sem aðrir fyrirlíta. Við biðum þín, sem boðar líf og frelsi. Velkominn, velkominn til Jerúsalemsborgar, Jesús frá Nazaret." III. „Sjá þetta er borgin, valdhafanna vígi. Sjá musterið og hallir höfðingjanna." „Þetta er borgin, þetta er borgin mikla, sem milljónir af þreyttum þrælum reistu harðstjórum sínum, hjartalausum Júðum. Af þrælum eru þessir steinar höggnir. Af þrælum voru þessir veggir hlaðnir. Þeir lyftu björgunum ... og launin voru að örmagnast og deyja.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.