Réttur


Réttur - 01.01.1979, Page 19

Réttur - 01.01.1979, Page 19
en alltaf reis hinn kristilegi „villutrúar“- kommúnismi upp aftur og var m. a. s. lýst- ur þjóðartrúarbrögð í Bosníu um 1400. hað var ekki fyrr en 60.000 manna pólsk- ungverskur „krossferðar“-her braut „Kat- harana" á bak aftur á 15. öld, að hinum hræsnisfullu yfirstéttum tókst að upp- ræta þá. - Og þá var brautin rudd fyrir Múhameðstrúna, því Tyrkir lóru þá að leggja Balkanskaga undir sig. Margur „bogomilinn" hefur þá verið búinn að fá meir en nóg af hinni svokölluðu „kristnu kirkju“ og snerist þá frekar til Múliam- eðstrúar, en gefast andlega upp fyrir blóðhundum yfirstéttanna „hákristnu“. Katharar náðu fótfestu, er hélst öldum saman í Lombardíu á Ítalíu. Þeir fengu þar stundum meirihluta í borgum, en „rétttrúnaðarmenn“ beittu þá oft báli og brandi til að brjóta þá á bak aftur, svo sem 1125 í Orvieto. Frægastur þessara „Kathara" varð Ar?i- old frá B?'escia, er uppi var á 12. öld. Fylgismenn hans hlutu slíkt fylgi í Róm, að m. a. s. borgarastéttin þar reis upp gegn páfanum og gerði eigur lians upp- tækar. Áhrif Amolds í Frakklandi urðu svo sterk að biskuparnir þar þorðu ekki að framfylgja bannfæringu páfa gegn honum. Arnold hélt síðar þrumandi ræð- ur á Capitolium í Róm, sagði m. a.: „Páfi?i?i sjálfur er eklii postullegur sálnahirðir ,heldur blóðhmidur, sem byggir vald sitt á ?norðum og báli, ?iauðg- ar kirkjunni, ofsækir saklausa, fyllir fjár- hirslur sínar en tæmir an?iarra.“ Það var ekki fyrr en páfinn náði að komast í bandalag við Friðrik I. Barbar- ossa, þýskan „keisara“, að þeir sameigin- lega náðu tökum á Arnold, - sem og var harður maður mjög - he?igdu hann og bre?mdu síðan og köstuðu öskunni i Ti- berfljót. - En fyrir þennan greiða krýndi páfinn Friðrik senr rómverskan keisara! En „blóð píslarvottanna“ hefur löng- um verið„útsæði“ hinna sönnu kenninga frumkristninnar. Kenningar Arnolds fluttu lærisveinar hans út um lönd - en ekki festi þessi kommúnismi þátímans síst rætur hjá vefurunum í Lombardíu. Verkalýð fjölgaði mjög í iðnaði Lonr- bardíu og í samtökum þeirra, kenndum við Arnold og Kathara, voru bæði skipu- lagðir gagnkvæmir hjálparsjóðir og sanr- vinnufélög. - Kommúnisminn festir snenrnra rætur hjá verkalýð, þá sú stétt tók að nryndast! Þannig heldur harmsagan áfram: Gerhard Segerelli stofnaði á 13. öld „sanrfélag bræðra postulanna“ og tók sá félagsskapur upp frumkommúnisma frumkristninnar og varð fjöldahreyfing hinira fátæku, einmitt í anda Jesú frá Nasaret, boðuðu nr. a. s. að guðsríki væri í nánd. Þetta leist páfanum, hákirkju- aðlinum og öllu því „kleresíi“ ekki á. „Bræður postulanna“ voru bamrfærðir og ofsóttir og árið 1300 var Segerelli brenndur á báli. Dolci?io hét sá, er tók við forustu „bræðranna“ eftir morð hákirkjunnar á Segerelli, boðaði þúsund ára ríki Krists á jörðinni, fólkið þyrptist til lrans, rann- sóknarrétturinn hóf sínar blóðugu of- sóknir gegn honunr og fylgjendunr hans, senr skiptu tugum þúsunda og lrjálpuðu lronunr lengi til að leynast, uns það kom til reglulegra bardaga við ,,krossfara“, senr rannsóknarrétturinn sigaði á þessa fátæku dýrkendur Jesú eins og hundum. Greifar og biskupar söfnuðu og her til að drepa hina fátæku bændur. Eftir ára- langa, fórnfreka baráttu ,,dolciananna“ tókst að ráða niðurlögum þeirra, 23. 19

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.