Réttur


Réttur - 01.01.1979, Side 29

Réttur - 01.01.1979, Side 29
fram Hðu stundir að reyna að hagnýta kristna trú gegn þeirri voldugu hreyf- mgu verkalýðsins, sem magnaðist því nieir er á 19. og 20. öldina leið. Það var ekki þægilegt að eiga að þjóna guði og mammon í senn og síst af öllu að tengja Jesú við þá athöfn gegn skráðum mót- mælum lians. Fjöldi hinna ágætustu rithöfunda 19. og 20. aldar hefur valið sér einmitt þetta yrkisefni: Jesús og fordæming hans á auðvaldsskipulaginu. Yrði of langt að ræða það efni nánar hér, en aðeins minnt á það, sem ætla mætti að lesendanum yrði auðveldast að kynna sér. Þegar síra Matthías Jochumsson kom til Bandaríkjanna 1893, á heimssýning- una í Chicago er 400 ár voru liðin síðan Columbus fann Ameríku, leist honum ekki á blikuna og lýsti ástandinu í nokkr- um tölublöðum Stef7iis á Akureyri, er heim kom.° M. a. segir hann þar frá bók- uni William Stead, m. a. bókinni „Ef Kristur kœmi til Chicago“. Niðurstöður hans, er hann ber Bandaríkin saman við Lundúnaborg, - sem var þó ekki allt í sómanum hvað félagsumbætur snerti - er þessi: „Allt slíkt er ógert enn d „frelsisms fimbulstorð“, Ameríku, heldur situr auð- valdið með offrekju sinni og inngrónu singirni yfir hlut allra, lamandi allt frelsi, tefjandi framgang allra allsherjar- umbóta, og sniðandi kristindóm, almenn- ingsálit, lögskil og stjórnarhætti eftir mynd og likingu hins gamla Mammons.“ Það var eftir þessa ferð að þjóðskáldið gaf Bandaríkjunum nafnið „Mammons- riki Ameriku“ í „Kvœðinu til Vestur-ís- lendinga“ og Pdll Jónsson (Árdal) orti kvæðið „Auðvaldið", en hann var þá rit- stjóri „Stefnis“. Halldór Laxness. Upto7i Sinclair reit skáldsöguna „Smiður er ég nefndur“, sem Ragnar E. Kvara^i þýddi og birtist í „Alþýðublað- inu“ og svo sérprentuð 1926. Þar lætur skáldið Jesú stíga niður úr viðhafnar- mynd af honum í St. Bartelómeus-kirkju í New York og kynnast lífi New York- borgar af eigin raun. Allt sem hann sjálf- ur segir, við auðmenn sem öreiga, er tek- ið beint úr biblíunni - og listi fyrir aftan um hvar orð hans er að finna. Menn geta rétt gert sér í hugarlund hvernig sú ferð endar. En ef til vill er það djúpvitrasta og sterkasta, sem skáldað hefur verið um mótsetningu Jesús og yfirstéttarþjóðfé- lagsins alls ekki að finna í þeim skáldrit- 29

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.