Réttur


Réttur - 01.01.1979, Síða 56

Réttur - 01.01.1979, Síða 56
Chou En-lai, hinn víðsýni leiðtogi í baráttu gegn stórveldastefnu. Átti að innsigla vináttuna við Banda- ríkin, aðalauðríki heimsins, með því að sanna því að Kínverjar vildu vega í sama knérunn og þau: ráðast á Víetnam? Og var verið að gefa bandaríska auðvaldsris- anum, blóðugum upp yfir axlir úr töp- uðu árásarstríði á Víetnam, tækifæri til þeirrar hræsni að skora í líki friðareng- ils á Kínverja að kalla her sinn út úr Víetnam? Hér er á ferð sá stórveldismetnaður og -hroki, sem sósíalistar — og ekki síst kom- múnistar - verða að berjast við og kæfa niður hjá sér, eftir að þeir hafa fengið völd í slíkum stórveldum sem nú. Það voru einmitt síðustu orð Leníns að vara við slíkri hættu: „Annað mál er, ef við sjálfir, ]ró það sé aðeins í smávægilegum hlutum, hrötum inn í heimsvalda- sinnaða sambúð við kúgaðar þjóðir og gröfum þannig að fullu undan óhvikulli hreinskilni okkar, grundvallarstefnu okkar að því er varðar baráttuna gegn heimsvaldastefnunni. I'ví að morgundagur veraldarsögunnar verður sá dagur, þcgar þær þjóðir, sem heimsvaldastefnan undirokar og teknar eru að rumska, munu vakna til fulls. Þann dag hefst hin langa og torsótta úrslitabarátta um frelsun þeirra." (Lenín: 31. des. 1922, bls. 315 í ísl. útg. á „Ríki og bylting".) Fyrst Bandaríkjamönnum tókst ekki að drekkja þeim „morgundegi" í blóði, fannst þá kínverskum kommúnistum þörf að reka ríting í þann þjóðarlíkam- ann, sem særðastur var eftir sigurinn á sterkustu heimsvaldastefnunni? II Það er því sárar fyrir kommúnista að sjá það sem nú gerist frá miðjum febrúar á sléttum Norður-Víetnam, sem einmitt fyrri foringjar kínverska flokksins áttu aðdáun skilið — eigi aðeins fyrir hetju- verk sín: gönguna miklu og byltinguna sjálfa og allar þær fórnir, sem þar voru færðar, - Iieldur og fyrir afstöðu sína til undirokaðra þjóða, eins og Chou-En-lai ekki síst mótaði hana á Bandnng-ráð- stefnunni fyrir aldarfjórðnngi. Er Teng nú búinn að gleyma þeirri stefnu, þegar sá maður, er hann leit mest upp til, er horfinn úr tölu lifenda? Draugur stórveldalirokans ætlar að verða erfiður að kveða niður hjá þeim flokkum marxismans, sem voldugustum stórveldum stjórna. En að lokum mun sarnt sá Glámur falla. Eða er hér verið að leika þá kaldrifj- uðu „austurlensku diplomati", sem eitt sinn þótti öllum vélabrögðum í stór- veldapólitík varasamari? 56

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.