Réttur


Réttur - 01.01.1979, Qupperneq 60

Réttur - 01.01.1979, Qupperneq 60
Ég rakst á Anders sem stóð rólegur við hliðina á virkinu sem hafði verið hróflað upp í flýti og fylgdist með hvernig hver félaginn á fætur öðrum klöngraðist yfir. „Ertu tilbúinn, Anders?" spurði ég. Hann hristi stóra þunga höfuðið sitt. „Þetta hér er ekki fyrir mig. Ég verð hér. Látum þá gera við mig það sem þeir vilja . . .“ Anders hafði misst annan fótinn þegar hann var hálfstálpaður unglingur. Hann hafði verið í vinnumennsku á slæmum stað þar sem hann var látinn þræla og fékk varla málungi matar. Dag nokkurn sparkaði hestur í hann og hann dróst í rúmið og lá þar þótt bóndinn reyndi bæði með góðu og illu að fá hann á fæt- ur. Vinnan gat síst beðið. Dag einn kom dýralæknirinn að líta á veika kú og bónd- inn bað lækninn þá að líta sem snöggvast á ræfilsvinnupilt sem hefði meitt sig lít- ilsháttar á fæti. Stundu síðar var Anders fluttur, svo hratt sem verða mátti, til sjúkrahússins, beint á skurðarborðið og fóturinn tekinn af við hné. Það var kom- ið drep í sárið og stórkostlegt að hann skyldi halda lífi, sagði yfirlæknirinn Bóndann sakaði ekki. Hann réð nýjan vinnupilt. „Ég kemst aldrei burt ,hér er svo vot- lent,“ sagði Anders rólega. „Bull,“ sagði ég og ruddi úr mér blóts- yrðum og formælingum. „Þú skalt yfir girðinguna þó svo að við verðum að fleygja þér yfir. Þú ert með heimilisfang og þarft aðeins að ganga 2-3 tíma. Þá ertu hultur. Fyrst um sinn.“ Anders rumdi eitthvað sem ég skildi ekki. Miglangaði mest til að gefa honum glé)ðarauga því að hinn vitri, góðgjarni Anders var svo ókristilega þrjóskur að það væri honum líkt að setjast niður og bíða Þjóðverjanna hinn rólegasti. Þá valt einhver til okkar í myrkrinu. Það var Kjærulf, langi, óbifandi kennarinn okk- ar, sem tók ástandinu jafn stillilega og hann væri að fara í ferðalag með hóp skólapilta. „Komdu nú, Anders," sagði hann. „Við hjálpum þér yfir og Slátrarinn og Steffen eru reiðubúnir að taka á móti þér. Ekkert þras.“ Með erfiðismunum komum við hon- um upp á húsgagna- og dýnuhrúgaldið og andartaki síðar stcjðum við allir þrír hinum megin við gaddavírsgirðinguna. Við heyrðum vélbyssuskothríð. Hver skaut, vissum við ekki, og ég veit það ekki enn í dag. Nokkru eftir miðnætti rofnaði símasambandið við Höfn. Örfáum tímum síðar komu Þjóð- verjarnir. Þeir uppgötvuðu ekki strax að Horserpd-fangabúðunum var skipt í tvær deildir, nýju- og gömlu búðirnar. Hinar nýju hertóku þeir strax en það leið góð stund áður en þeim varð 1 jóst að það var önnur deild í viðbót. Þegar við stukkum yfir girðingrina voru þeir þá þegar í okkar hluta gömlu búðanna og við komumst undan á síðasta augnabliki. Við höfðum hlaupið inn í skóginn þeg- ar við heyrðum í vélbyssunum en Anders var horfinn okkur. Við þorðum ekki að hrópa og það þorði hann trúlega ekki heldur því að enginn okkar vissi hversu nálægir Þjóðverjarnir voru. En það fór eins og hann hafði óttast, tréfóturinn festist í votum skógarsverðinum eins og nokkurs konar tjóðurhæll. I.oks hug- kvæmdist honum aðklifra upp í trjátopp og sakir krafta sinna tókst honum það. Þar sat hann í felum jrað sem eftir var nætur svo nærri búðunum að hann heyrði skipunarhróp Þjóðverjanna fyrir 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.