Réttur


Réttur - 01.01.1979, Side 65

Réttur - 01.01.1979, Side 65
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: VIGSTAÐA VINSTRI STJÓRNAR Alþjóðleg baráttusaga verkalýðsstéttar- innar geymir margvíslega lærdóma um nauðsyn samtengingar þeirra skipulags- heilda sem á hverjum tíma er ætlað að vera tæki launafólks til sóknar og varn- ar. Meðal mikilvægustu þátta í stjórnlist sósíaliskrar fjöldahreyfingar er hvernig skuli haga verkaskiptingu milli samtaka launafólks og þess flokks sem fylkt hefur undir sitt merki framsæknasta hluta verkalýðsstéttarinnar. Á úrslitastundum í hinni sögulegu framvindu geta stór ör- lög ráðist af því hvort og þá hvernig bar- áttusveit sósíalista hefur tekist að tengja saman annars vegar virkni og vilja fram- sæknasta hlutans í stéttarfélögunum og hins vegar aðgerðir þeirra sem um stund gegna trúnaðarstörfum í valdastofnunum stjórnkerfisins - á þingi eða í ríkisstjórn. 65

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.